Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 69

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 69
LÆKNABLAÐIÐ 133 lagt að stcmma á að ósi með því að stuðla að því, að hver þjóðfélagsþegn eigi þess kost að afla sér hollrar og hæfilegrar fæðu, atvinnu og athafnaslcilyrða, hentugs fatnaðar, húsnæðis og heimilis- tækja, svo og til að njóta nauð- synlegrar livíldar og livers kon- ar félagslegs öryggis og síðast, en ekki sizt, þeirrar fræðslu, sem er undirstaða sannfróðs al- menningsálits. Af þessu er ljóst, að heil- brigðisþjónusta er ekki einung- is i því fólgin að koma sjúk- um til þeirrar heilsu og starfs- krafta, sem framast er auðið hverju sinni, heldur tekur hún einnig lil aðgerða, sem miða að eflingu almennrar heilbrigði og hvers konar öryggis, svo og að vörnum gegn sjúkdómum og uppgötvun þeirra á byrjunar- stigi. Hinn fyrrnefndi þáttur lieil- brigðisþjónustu, lækningar, er fvrst og fremst miðaður við þarfir einstaklingsins og per- sónulegt samband lians við lækna og hjúkrunarfólk. í öllu, sem gert er þá við hann og fyrir liann, er hann að meira eða minna leyti óvirkur þátttak andi. llinn síðarnefndi þáttur heil- brigðisþjónustu, heilsuvarnir, er verkefni þjóðfélagsins i heild. Administration eða framkvæmd lieilsuvarna er því á ábyrgð ríkisvaldsins, en jafnframl liáð virkri þátltöku allra þjóðfélags þegna. Virk þátttaka fæst þó því aðeins, að almenningur liafi glöggan skilning á samtvinnun einstaklingsheilla og almenn- ingsheilla. Skorti þann skilning, verður bezt úr því bætt með aukinni fræðslu um allt, sem að heilbrigði lýtur, því að laga- boð eru fjarri því aðveraeinblít. Oft eru heilsuverndarráðstafan- ir þess eðlis, að árangur kemur ekki í ljós fyrr en að löngum tíma liðnum. Reynir þá meira en eila á skilning og virka sam- vinnu af hálfu ahnennings. „Fagnaður fyllstu auðinnar heilbrigði telst til frumréttinda allra manna,“ segir í stofnskrá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar. Að því marki ber allri heil- brigðisþjónustu að stefna, en f rumskilyrði árangursríkrar Iieilbrigðisþjónustu er góð „ad- ministration“. Verður þá fyrst fvrir að spyrja: í hverju er „ad- ministration“ fólgin? Hverjar eru almennar undirstöðureglur hennar og slarfsaðferðir að því, er tekur til heilbrigðismála? Hugtakið „administration" merkir alla ]iá starfsemi, sem felst í framkvæmd áætlunar eða stefnuskrár, hvort heldur á veg- um einstaklinga eða hins opin- bera. A íslenzku hefur það vei’- ið útlagt stjórnsýsla. Meginþættir stjórnsýslu eru þrír: 1) Áætlunargerð, 2) Skipulagning,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.