Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 75

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 137 og fremst með likum liælli og „clearing bureau“, þar sem skipzt er á margvíslegum upp- lýsingum, vandamál reifuð og rædd frá ýmsum hliðum, til þess að finna einhlítar lausnir og ákvarðanir síðan afgreiddar eft- ir boðleiðum hins almenna stjórnsýslukerfis. Þeirri hugmynd, sem ég iief sett hér fram varðandi stöðu lieilbrigðisstjórnsýslu innan hins almenna stjórnsýslukerfis, var — að því ég bezt veit — fyrst hreyft af jjrófessor Bonne- vie í Kaupmannahöfn. Samvinna yfirstjórnsýslu og héraðsstjórnsýslu verður raun- ar alltaf mikið vandamál. Yíst er, að það er mjög undir ýms- um aðstæðum komið, að livaða marki skuli „decentralisera“. Um liitt verður varla deilt, að gagnvirk samvinna milli æðri og lægri stiga stjórnsýslunnar skiptir meginmáli. í hverju eru þá samskipti yfirstjórnsýslu og liéraðsstjórn- sýslu fólgin? Þcssu verður ekki svarað skilmerkilega án þess að gera nánar grein fyrir þeirri þjónustu, sem irint er af liendi á hvoru stiginu um sig. í liéraði vinna þeir heilbrigðis- starfsmenn, sem nánust sam- skipti bafa við almenning — út- verðir heilbrigðisþjónustunnar. Samkvæmt því, sem fyrr var sagt um hlutverk heilbrigðis- þjónustu í víðtækustu merk- ingu, ber þeim að vinna að því, að skjólstæðingum þeirra séu búin fullnægjandi skilvrði fvr- ir eðlilegum andlegum og lík- amlegum þroska og starfshæfni, bæði sem einstaklingum og samfélagi. Aðalmið þjónust- unnar er því heilsuvarnir. Hins vegar veitir hún almenningi ekki það öryggi, sem sjálfsagt þykir, ef ekki er jafnframt, og ekki síður, séð fvrir almennri læknishjálp og raunar einnig sjúkrahúsþjónustu og sérfræði- aðstoð, ef svo ber undir. Ilag- felldast þykir, að takmarka þjónustuna í liéraði við frum- þjónustu, eins og fyrr var sagt. Til bennar telst að dómi sér- fræðinganefndar Alþjóðabeil- brigðisstof nunarinnar: 1) Eftirlit með barnsbafandi konum og ungbörnum. 2) Ráðstafanir vegna næmra sjúkdóma. 3) Eftirlit með boIÍustuhátt- um. 4) Skýrslugerð vegna töl- fræðilegrar könnunar. 5) Heilbrigðisfræðsla. 6) Heilsuverndarhjúkrun. 7) Almenn læknisbjálp. Börnin eru með nokkrum bætti fjöregg hverrar þjóðar, því að þau eru sú kynslóð, sem á að erfa landið. Fæðing þeirra,vöxt- ur og þroski gera sérstakar kröfur til heilsuverndarþjón- ustu, kröfur, sem oft verður aðeins svarað með „long range“ aðgerðum. Þessi grein heilsu- varna reynir því öðrum fremur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.