Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1963, Síða 82

Læknablaðið - 01.09.1963, Síða 82
144 LÆKNABLAÐIÐ Þegar dr. Frandsen lét af starfi, var svo komið, að aðeins 8% af sjúkrarúmum landsmanna voru í litlum sjúkrahúsum. Mun ætlunin að loka flestum þeirra á næstunni eða nýta þau til annarra hluta. Þessi þróun er mjög athyglisverð, ekki sízt fyrir okkur íselndinga. Aðstæðurnar eru að vísu harla ólíkar í þessum tveim löndum, en engu að síður má margt af reynslu Dana læra. Næsti kafli fjallar um þátt heil- brigðisstjórnarinnar í baráttunni gegn berklaveikinni. Dr. Frandsen var berklalæknir að menntun, þeg- ar hann tók við landlæknisembætt- inu. Það er þvi ekki að undra, þótt hann bæri fyrir brjósti berkla- varnastarfsemina. Lítill vafi er á því, að sá árangur á þessu sviði, sem náðst hefur í Danmörku, er ekki sízt að þakka samtökunum Nationalforeningen til Tuberkulo- ,sens Bekæmpelse, sem stofnuð voru árið 1901 og fyrst og fremst mega teljast verk prófessors Fa- bers, en afskipti dr. Frandsens voru bæði mikil og happadrjúg, ekki sízt í sambandi við stofnun berklavarnastöðva úti um lands- byggðina. Freistandi væri að minna.st á fleira í bók þessari, en ég sleppi því hér, þar sem það yrði of langt mál. Ég vil þó geta eins. I kafl- anum um alþjóðasamvinnu er all- ýtarlega rætt um samstarf Norð- urlandanna. íslandi er þar helgað mun meira rúm en hinum þjóð- unum. Koma þar til hin persónu- legu tengsl dr. Frandsens við land og þjóð. Hann kemur hingað fyrst árið 1931 í boði Læknafélags ís- lands til fyrirle.strahalds. Mynd- uðust þá þegar vináttubönd, sem siðan hafa haldizt. í samráði við Tryggva Þórhallsson, þáverandi forsætisráðherra, kemur hann þeirri hugmynd á framfæri að út- vega íslenzkum læknakandidötum ,,turnus“-stöður í Danmörku með fjárhagslegum styrk. Var þetta læknum ómetanleg hjálp, og get ég ásamt mörgum öðrum borið vitni um það. Þegar stríðið skall á, var það ekki sízt han.s verk, hve íslenzkum læknum, sem inn- lyksa urðu í Danmörku, vegnaði eftir atvikum vel. Við, sem átt höfum því láni að fagna, að kynn- ast dr. Frandsen að nokkru ráði, vitum bezt, hvern hug hann ber til íslands. Þótt efnið, sem bókin fjallar um, sé í eðli sínu þurrt og lítt til skemmtilestrar fallið, er svo vel á haldið, að bókin er hin ánægju- legasta aflestrar. Stíllinn er lipur og léttur, hvarvetna skín í gegn hinn brennandi áhugi höfundar á þeim málum, ,sem sagt er frá, og frásagnargleðin er sérstök. Hvergi örlar á hinum hvimleiða „kancelli- stíl“, sem oft þjakar háttsetta emb- ættismenn, ekki sízt meðal frænda vorra Dana, þegar þeir segja frá. Það er eins og dr. Frandsen sitji í hópi góðra vina og rabbi við þá. Dr. Frandsen er einkar lagið að bregða upp í fáum orðum skýrum myndum af þeim mönnum, sem við sögu koma. Kímnigáfa hans nýtur ,sín hvað bezt í smásögum um þessa menn, en aldrei er henni beitt nema á góðlátlegan hátt. Þegar hann segir sjálfur frá, virðist hin mikla bylting, sem átt hefur sér stað á þessu tímabili í heilbrigðis- málum Dana, hafa gerzt tiltölu- lega hljóðlaust og auðveldlega, en mér er nær að halda, að ef um völinn hefði ekki haldið maður, sem búinn var hæfileikum dr. Frandsens, samningslipurð og ,,sjarma“, þá hefði ekki jafnmikið áunnizt. Ég vil að lokum ráðleggja hverjum þeim, .sem áhuga hefur á heilbrigðismálum almennt, að lesa þessa bók. Af henni má margt læra. Ó. Hjaltested.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.