Læknablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 58
78
LÆKNABLAÐIÐ
2. Ritari félagsins gerði síð-
an grein fyrir störfum stjórnar,
í fjarveru fornianns. Kynnti
hann ýmis bréf, er félaginu
höfðu borizt. Var það merkast,
að bréf barst frá Domus Medica
(Bjarna Bjarnasyni lækni). Var
bréfið dagsett 20/3 1964, en
kom til formanns 18/4 1964.
Var liéraðslæknum gefinn kost-
ur á tveim lækningastofum í
kjallara D.M., 30 ferm. + sam-
eiginleg ijiðstofa. Verð bverrar
einingar 100.000 krónur. Svar
álti að berast fyrir 10/4 1964.
Félögum var því ekki lilkynnt
um þetta, þar sem bréfið barst
ekki formanni fyrr en eftir að
frestur var útrunninn.
3. Skýrsla síðasta fulltrúa á
aðalfundi L.í. féll niður vegna
fjarveru lians. (Fr. J. Fr.) En
eins og fundarmönnum var
kunnugt, samþykkti L.I. tillögu
frá siðasla fundi L.N.V. um að
samcina samninganefndir bér-
aðslækna og praktiserandi
lækna.
4. Kjaramál: Sigursteinn
Guðmundsson og Þórarinn
Ölafsson böfðu samið tillögu í
sjö liðum um bætt kjör héraðs-
lækna og tillögur til lausnar á
héraðslæknisskortinum. Sett var
nefnd i málið til að yfirfara og
alhuga þær, og skipuðu hana
þeir Ólafur Þ. Þorsteinsson, Val-
garð Björnsson og Þórarinn
Ölafsson.
5. Tekið var fyrir bréf frá
L.I. Þar var tilkynnt, að næsti
aðalfundur vrði haldinn á ísa-
firði dagana 25.—26. júlí n.k. og
að þar yrði lögð fram tillaga um
úrsögn L.l. úr B.S.R.B. Engin
greinargerð fylgdi þessari til-
lögu í bréfinu, en L.N.V. var
beðið að taka ákveðna afstöðu
lil málsins, er væntanlegur full-
trúi færi eftir. Gerð var sam-
þvkkt í málinu, og mun vænt-
anlegur fulltrúi á aðalfundi L.í.
fara eftir henni.
6. Rætt var um, að læknar
félagsins komi á hjá sér ákveðn-
um tíma fyrir símaviðtöl og
vitjanabeiðni. Sell var nefnd i
málið, þeir Halldór Guðnason
og Lárus Jónsson.
Nú var gert kaffihlé, og
störfuðu nefndir á meðan.
Eftir kaffihlé flutti Sigurður
Samúelsson prófessor fróðlegt
erindi um Rlieumatoid Ar-
thritis. Formaður þakkaði Sig-
urði fyrir erindið og velvild
lians að sitja þennan fund.
7. Þá var framhaldið dag-
skrármálum. — Rætt um samn-
inga á þóknun fyrir akstur, ef
læknir ekur sjálfur. Sam]jykkt
að taka kr. 9.00 fyrir tvöfaldan
km bæði að nóttu og degi.
8. Árgjald L.í. var sam-
þykkt kr. 2000.00 og var greitt
af öllum á fundinum.
9. Gjald fyrir bólusetningu
var samþykkt kr. 60.00 fyrir
einstaka sprautu, bæði poli(j og
tripel, og kr. 100.00, ef báðar
eru gefnar.
10. Nefnd í kjaramálum