Læknablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 34
60
LÆKNABLAÐIÐ
FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR
LÆKNAFÉLAGS ISLANDS
25.-26. júlí 1964.
Aðalfundur Læknafélags Is-
lands var settur i húsakynnum
I.O.O.F. á Isafirði liinn 25. júlí
1964 kl. 9.00 árdegis af for-
manni félagsins, Óskari Þórðar-
syni. Formaður hauð fulltrúa
velkomna og þakkaði Lækna-
félagi Vestfjarða fyrir að hjóða
til fundar. Hann kynnti fyrir
fundarmönnum Jón Straum-
fjörð, lækni frá Astoria i Oregon
í Bandaríkjunum, Vestur-Is-
lending, sem kom til fundarins
sem sérlegur fulltrúi TheAmeri-
can Medical Association.
Formaður lagði til, að fundar-
stjóri yrði Guðmundur Ivarl
Pétursson og fundarritari Páll
Sigurðsson, og tóku þeir þegar
við starfi.
Formaður kvaddi sér hljóðs
og minntist tveggja félaga, er
látizt höfðu á starfsárinu, þeirra
Björns Sigurðssonar og Guð-
mundar Tryggvasonar. Risu
fundarmenn úr sætum lil virð-
ingar hinum látnu.
1 kjörbréfanefnd voru kosnir,
eftir uppástungu fundarstjóra,
Páll Gíslason, Bjarni Bjarnason
og Ragnar Asgeirsson. Nefndin
skilaði þegar störfum og taldi
kjörhréf allra fulltrúa lögmæt.
Eftirtaldir fulltrúar sátu fund-
inn: Frá Læknafélagi Reykja-
víkur: Óskar Þórðarson, Ólaf-
ur Bjarnason, Arinhjörn Ivol-
heinsson, Gunnlaugur Snædal,
Tómas A. Jónasson, Bjarni
Bjarnason og Páll Signrðsson
yngri. Frá Læknafélagi Mið-
Vesturlands: Páll Gislason. Frá
Læknafélagi Vestfjarða: Ragn-
ar Ásgeirsson. Frá Læknafélagi
Norðurlands: Sigursteinn Guð-
niundsson. Frá Læknafélagi
Akureyrar: Guðmundur Karl
Pétursson. Frá Læknafélagi
Austurlands: Heimir Bjarnason.
Frá Læknafélagi Suðurlands:
Ólafur Björnsson. Enginn full-
trúi var væntanlegur frá Lækna-
félagi Norð-Austurlands.
Fundarstjóri gaf formanni
orðið, og flutti hann ársskýrslu
félagsstjórnar, sem fer hér á
eftir:
SKÝRSLA STJÓRNAR L. í.
starfsárið 1963—1964.
Þau verkefni, sem stjórnin
hefur haft með höndum á þessu
starfsári, hafa verið þau að sjá
um framkvæmd samninga og
samþykkta síðasta aðalfundar.
Reynsla núverandi stjórnar
hefur orðið sú, að það er erl'itt
fyrir lækna að ganga frá samn-