Læknablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ
93
um ni2 lands eða einu horni
lierbergis. Þessar rannsóknir eru
þegar það langt komnar, að
augljóst er, að chlorella-þörung-
urinn muni gefa hezta upp-
skeru.
Þegar þörungar eru þannig
notaðir, gefa þeir kolvetni sem
orkugjafa ásaml með hvítu
(proteini), svo og vítamin.
Og á eftir allri þessari þró-
un reka geimferðirnar, sem nú
eru á næsta leiti, því að þar
þarfnast ferðalangurinn ekki
aðeins fastrar fæðu, heldur og
súrefnis, en það framleiða jurt-
irnar einmitt, um leið og þær
eyða kolsýru og framleiða mat
og nota auk þess afgangsvatn
og annan úrgang til uppbvgg-
ingar matvælanna.
Blaðgrænnframleiðslan, ann-
aðhvort með lifandi eða dáuðu
efni, hefur lofað svo góðu, að
fæðuöflunin verður hreint auka-
atriði, þegar rætt verður um
vandamál komandi kynslóða í
sambandi við fólksfjölgun.
Er því kominn tími til að
snúa frá þeirri villu, sem ríkj-
andi hefur verið lil þessa, og
hælta að nefna matvælafram-
leiðslu i samhandi við offjölg-
unarvandamál. Þetta sjónarmið
gildir í hinum fátækari lönd-
um og enn þá fremur í hin-
um betur megandi löndum, sem
þrátt fvrir öra fólksfjölgun
eiga i miklum erfiðleikum með
að losna við offramleiðslu. En
mesta lieilbrigðisvandamál þess-
ara þjóða er ofát og offila.
Vandamál off jölgunarinnar eru
allt annars eðlis.
Offjölgunin veldur húsnæðis-
skorti og samgönguvandræðum,
skorti sjúkrahúsa og skóla,
einkum æðri skóla. Samfara
þessu verða svo æ meiri erfið-
leikar að losna við skólp, sorp,
reyk og önnur úrgangsefni.
Til þess að maður framtíðar-
innar nái fullum þroska, and-
lega og líkamlega, þarf menn-
ingartæki engu síður en mat
og önnur jarðbundin efni. Eru
miklu meiri líkindi til þess, að
eir og pappír skorti i náinni
framtíð en mat, og nú þegar
er skortur á margvíslegum
menningartækjum, og jafnvel
i hinum háþróuðu löndum. Sem
dæmi má nefna, að i Banda-
ríkjuni Xorður-Ameríku sóttu
4 milljónir stúdenta um inn-
göngu í æðri skóla árið 1960,
en áætlað er, að árið 1980 verði
talan orðin 12 milljónir.
Eru Bandarikjamenn færir
um að þrefalda skóla og kenn-
aralið sitt á 15 árum?
Hvað uni aðra? Ég spyr.
Það er áreiðanlega kominn
tími til að líta á fólksfjölgun
framtiðarinnar og þann vanda,
sem henni fylgir í nýju ljósi og
marka stjórnarstefnu einstakra
þjóða og alþjóðasamtaka í sam-
ræmi við það.
B. J.