Læknablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 74
90
LÆKNABLAÐIÐ
Ritgerðin fjallar um vandamál,
sem allar þjóðir heims verða að
gera sér grein fyrir, en þar á ég
við fólksfjölgunarvandamálin.
Höfundur er þekktur manneldis-
fræðingur og er mjög fróður um
allt, sem lýtur að manneldi og
framleiðslu matvæla í heiminum.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, hve geysimikil fólks-
fjölgun hefur verið hin síðari
ár. Fólksfjölgunin stafar ekki
af meiri barnaviðkomu, heldur
vegna minnkandi manndauða.
Fræðimenn hafa reiknað út,
að mannfjöldinn hafi verið
kringum 250 milljónir við upp-
haf tímatals vors. Það tók síð-
an um 1650 ár að tvöfalda
fólkstoluna, og var liún því það
ár komin upp i 500 milljónir,
að ætlað er.
Næsta tvöföldun tólc 200 ár
og var orðin staðreynd árið
1850, en þá losaði mannfjöld-
inn í heiminum fyrst 1000 millj-
ónir. Næsta tvöföldun tók að-
eins 80 ár, og þá var mann-
fjöldinn orðinn 2000 milljónir,
en það var árið 1930. Nú líður
óðum að enn einni tvöföldun-
inni, og eru horfur á, að hún
verði orðin veruleiki árið 1975,
eða eftir 10 ár, og hefur sú tvö-
földun þá aðeins tekið 45 ár.
Verður mannfjöldinn þá vænt-
anlega 4000 milljónir.
Með núverandi fólksfjölgun-
arhraða mun mannfjöldinn
árið 2200 vera orðinn 500.000
milljónir eða hafa vel hundrað-
faldazt á þremur mannsöldr-
um.
Þegar svo er komið, verður
l)éttbýlið á hverjum bletti þurr-
lendis jarðarinnar ekki minna
en nú er í hæjum og borgum,
eins og t. d. Reykjavik.
Með þessa mynd í huga, verð-
ur fyrsta hugsun margra manna
að sjálfsögðu sú, að vanta muni
„])láss“ eða olnbogarúm fyrir
allt þetta f'ólk. Þó mun hugs-
unin um allan þennan mann-
fjölda varla mjög fráhrindandi
fyrir aðra en þá, sem eiga allt
sitt undir hráefnaframleiðslu,
svo sem námugrefti, skógar-
höggi og frumstæðum landbún-
aði. Fólk, sem hýr við háþró-
aðan iðnað, kippir sér ekki upp
við slík þrengsli.
Á þéttbýlustu svæðum i
Bandarikjum Norður-Ameríku,
frá Boston til Washington, húa
um 28 milljónir manna á rúm-
um 22 þúsund km2, eða um
800 manns á hvern km2. Þetta
fólk hefur 6600 dala (280 þús.
króna) meðaltekjur á ári á fjöl-
skvldu, og eru það hærri meðal-
tekjur en tíðkast á öðrum svæð-
um Bandarikjanna. Er þá hægt
að segja, að þetta svæði sé of
þéttbýlt miðað við afkomu?
Sumir mundu segja, að slíkt
þéttbýli lifi á strjálbýlu um-
hverfi.
Ilvað þá um Holland, Belgíu,
já, og Ilong Ivong? í Ilong
Kong búa 3 milljónir og 100
þúsund manns á tæpum 1000