Læknablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ
91
km2, og þar eykst framleiðsl-
an í öllum þrengslunum um 7
-—10% árlega.
Þetta gæti bent til, að mjög
væri hagkvæmt að flýta fólks-
fjölgun strjálbýlla landa jafn-
vel með innflutningi fólks til
þess að flýta fyrir nýtingu auð-
linda landanna og byggja upp
efnaihag þjóðanna.
Næsta liugsun í sambandi við
áðurnefndan mannfjölda er
þessi: Hvar á að taka mat
banda öllum þessum fjölda?
Margur mundi setja þá at-
hugasemd ofar olnbogarýminu.
í síðustu heimsstyrjöld
minnkaði matarskammtur til
jafnaðar um 1(5% í heiminum.
Eftir stríð voru menn mjög
uggandi um, að ekki tækist að
ná aftur sama matvælaástandi
og var fvrir stríð. Þetta fór
samt á allt annan veg en menn
hugðu, því að eftir 7—8 ár frá
stríðslokum, eða árið 1953,
hafði þetta tekizt. Og síðan
1953 liefur árleg matvælaaukn-
ing orðið helmingi meiri en
mannfjölgunin.
1 samræmi við þetta hefur
verið reiknað út, að árið 1975
verði árleg framleiðsla umfram
þarfir 40 milljón lestir af hveiti
og 70 milljón lestir af hrís-
grjónum.
Þó eru enn svæði í heimin-
um, þar sem skortur er á mat-
vælum til að fullnægja hitaein-
ingaþörf, og er það að vísu
áminning til okkar næringar-
sérfræðinganna, en engu að síð-
ur má líka merkja framför á
þessum svæðum.
í Bandaríkjum Norður-Ame-
ríku leigir ríkisstjórnin 20
milljón ekrur lands af bændum,
til þess að ekki verði framleidd
þar matvæli. I Ástralíu, Kan-
ada, Nýja-Sjálandi, Argentínu
og Frakklandi eru svipaðar ráð-
stafanir gerðar til að draga úr
framleiðslu, en í Ghana í Af-
ríku fara bændur sér hægt eða
vinna aðeins tvær klst. á dag lil
að draga úr framleiðslu kókós.
Ég held, að engin ástæða sé
til að ætla, að ástandið fari
versnandi. Þvert á móti má
ætla, að bættar samgöngur og
auðveldari alþjóðleg viðskipti
og meiri siðferðisþroski geti
koinið í veg fyrir hungur með
því að dreifa umframbirgðum
matvæla lil þurfandi þjóða.
Hvað er þá að segja um fram-
tíðina?
Það eitt er víst, að enn um
sinn mun fólksfjölgunin halda
áfram með svipuðum hraða og
hingað til, og ég held, að mat-
vælaframleiðslan verði ekki eft-
irbátur, og mun ég nú færa
rök fyrir því.
Við skulum þá atbuga hina
venjulegu eða vanabundnu rækt-
un. Matvælastofnun Sameinuðu
þjóðanna (F.A.O.) hefur reikn-
að út, að ræktunarland í heim-
inum sé nú um 3400 milljón