Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Side 10

Fréttatíminn - 26.08.2011, Side 10
Bestu bílar heims Ford V8, árgerð 1932, er besti bíll heims, að mati bandarísku vefsíðunnar Inside Line en hún hefur tekið saman lista yfir þá 100 bíla sem að mati höfunda eru þeir bestu í veröldinni nokkru sinni. Síða FÍB greinir frá þessu. Fordinn var fyrsti aflmikli bíllinn sem venjulegt fólk gat látið eftir sér að kaupa. Í öðru sæti er Austin Mini 1959 og Chevrolet Bel Air 1955 í því þriðja. Volkswagen bjalla 1938 fylgir í kjölfarið, þá 1964 árgerðin af Porsche 911. Næstu fimm eru Mercedes Benz 300 SL 1955, vængjabíllinn frægi, Ferrari 250 GTO 1962, Dusenberg J 1928, Ford T 1908 og 1968-árgerðin af BMW 2002. Af þessum voru algengir á íslenskum vegum Chevrolet 1955, Mini, Volkswagen- bjallan og BMW-inn. -jh Segja fjöldagjaldþrot blasa við Fjöldagjaldþrot verða í sjávarútvegi verði sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum, segir í umsögn Samtaka atvinnulífsins, Landssambands íslenskra útvegs- manna og Samtaka fiskvinnslustöðva, að því er fram kemur á síðu SA. Þar er bent á að verði frumvarpið að lögum muni sjávarútvegsfyrirtækin gjald- færa samstundis allar eignfærðar aflaheimildir. Það lækki eigið fé greinarinnar um 180 milljarða og leiði til fjöldagjaldþrota. „Einnig hefur frumvarpið þau áhrif,“ segir þar, „að lækka mögulegar skatttekjur ríkis- sjóðs um marga milljarða króna.“ - jh Makrílafli að mestu til vinnslu Tölur Fiskistofu sýna að 91% af veiddum makríl fer til vinnslu en 9% í bræðslu, að því er fram kemur á síðu sjávarútvegsráðuneytisins. Eftirlit með löndunum uppsjávarskipa hefur náð til helmings allra landana. Að auki hefur verið fylgst sérstaklega með makríl- löndunum annarra skipa og fylgst með veiðum og vinnslu þeirra skipa sem vinna afla um borð. Af um 150 þúsund tonna heildaraflamarki Íslands á árinu 2011 voru 99 þúsund tonn komin að landi 10. ágúst síðastliðinn. Þar af fóru 9 þúsund tonn til bræðslu og 90 þúsund til vinnslu, ýmist fryst eða ísað. -jh E itt arnarpar kom í sumar upp þremur ungum. Slíkt er afar sjaldgæft hér á landi og er aðeins vitað um átta slík tilvik frá seinni hluta 19. aldar, að sögn Kristins Hauks Skarphéð- inssonar, fagsviðs- stjóra dýrafræði hjá Nátturufræði- stofnun Íslands. Arnarvarp í ár gekk þokkalega og vonum framar, þrátt fyrir afleitt tíðar- far síðastliðið vor sem hafði áhrif á varp fugla víða um land, að sögn Kristins Hauks. Arnarstofninn telur um 65 pör og hefur staðið í stað undanfarin sex ár eftir nokkuð samfelldan vöxt um áratuga skeiði. Að þessu sinnu verptu ernir í 41 hreiður og komust 29 ungar upp úr 19 þeirra. Hafa ungarnir ekki verið færri síðan 2006. Varpárangur þeirra para sem komu upp ungum var hins vegar með besta móti, því hlutfallslega mörg þeirra komu upp tveimur ungum og eitt þeirra kom upp þremur ungum, eins og fyrr greinir. Varpárangur var í meðallagi við Faxa- flóa en afar slakur við norðanverðan Breiðafjörð og á Vestfjörðum en á því svæði komu einungis 6 pör af 26 upp ungum, að sögn Kristins Hauks. „Ernir fara að huga að varpi í lok mars með því að dytta að hreiðrum og og eru flestir orpnir um 20. apríl. Varptíminn er óvenjulangur eða 4-5 mánuðir enda verða ungarnir ekki fleygir fyrr en um miðjan ágúst. Ernir eru því berskjald- aðir fyrir slæmu tíðarfari fram í lok júní en þá eru ungarnir orðnir nógu þrosk- aðir til að halda sjálfir á sér hita,“ segir Kristinn Haukur. Ógætileg umferð við arnarhreiður á viðkvæmasta tímanum getur einnig leitt til þess að varp misfarist. „Sem betur fer virða langflestir hreiðurhelgi arnarins og fátítt er núorðið að menn eyðileggi vísvitandi arnarvarp, þótt það gerist því miður nær árlega, þrátt fyrir að örninn hafi verið alfriðaður í nær heila öld eða frá 1914,“ segir Kristinn Haukur. Náttúrufræðistofnun Íslands vaktar arnarstofninn í samvinnu við Fugla- verndarfélag Íslands og Náttúrustofurn- ar í Stykkishólmi og Bolungarvík. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  ArnArvArp Fágætur viðburður Afar sjaldgæft hér á landi en aðeins er vitað um átta slík tilvik frá seinni hluta 19. aldar. Arnarvarp gekk þokkalega og vonum framar miðað við afleitt tíðarfar. Ungar ekki færri frá árinu 2006 og afleitur varpárangur við norðanverðan Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Arnarpar kom upp þremur ungum Ernir eru berskjaldaðir fyrir slæmu tíðarfari fram í lok júní en þá eru ungarnir orðnir nógu þroskaðir til að halda sjálfir á sér hita. Ljósmyndir/Finnur Logi Jóhannsson. Litamerkingar arnarunga. Í ár komust 29 ungar upp úr 19 hreiðrum. Arnar- stofninn telur um 65 pör og hefur staðið í stað undanfarin sex ár. Hlutfallslega mörg pör komu upp tveimur ungum. Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið mitt Agnar Jónsson, kennari. ... og rjómi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is 8 fréttir Helgin 26.-28. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.