Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 26.08.2011, Qupperneq 24
K ærastan lendir í Burk- ina Faso eftir viku. Og ég enn í Malí. Fjögur hundruð kílómetrar fram undan. Af stað! Ég pakka saman á vinsælasta hótelinu í borginni Mopti þar sem ég hef tjaldað uppi á þaki undan- farna daga og verið þeirra eini gestur. Ferðamönnum er ráðið frá heimsókn til norðurhluta landsins vegna sjálfstæðisbaráttu ribbalda sem kenna sig við Touareg-ættbálk- inn. Þeir vilja stofna eigið ríki í land- luktri eyðimörk, eins konar sand- kassa með þjóðarfána. Menn með slíkar hugmyndir eiga augljóslega ekki að fá að ráða sér sjálfir, segi ég og vona að þeir séu ekki áskrif- endur að Fréttatímanum. Annars þarf varla ferðaviðvaranir á þessum árstíma þegar hiti nær 43 gráðum. Kjörið hjólaveður. Á leið yfir landamæri Burkina Faso get ég valið á milli þess að fylgja aðalveginum eða fara í óvissu- för eftir fáförnum slóða, styttri í kílómetrum en vafalaust torfærari. Ég geri það sem allir ábyrgir menn hefðu gert í mínum sporum: kasta krónu. Upp kemur skjaldarmerki og ég beygi af aðalveginum. Þótt ég villist einu sinni og þurfi að opna neyðar-sardínudósina mína er ég sáttur við valið. Ég hef veginn alveg út af fyrir mig og get hlustað á tónlist áhyggjulaus. Síðustu sardín- urnar vekja reyndar þá ósk að enda ekki eins og persóna í Þrúgum reiðinnar, undir eindálka fyrirsögn í héraðsfréttablaði, FERÐALANG- UR DAUÐUR Á VÍÐAVANGI, en það er aðallega vegna þess að í ein- semd saknar maður dramatíkur. Á formlegum landamærastöðv- um þarf að láta eftirlitið stimpla sig inn og út, beggja vegna einskis- mannslandsins. Hér eru landamæri hins vegar einungis línur á blaði. Íbúar skrimta með aðferðum sem hafa lítið breyst frá upphafi land- búnaðar og kenna sig við ættbálka fremur en þjóðerni. Ég leita árang- urslaust vísbendinga um hvorum megin línunnar ég sé. Ferðin tekur tvo daga og þegar ég lendi loksins í fyrsta kaupstaðn- um Burkina-megin er ég orðinn svo skítugur að börn virðast hætt að kalla á eftir mér: Hvítur maður! Hvítur maður! Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið okkar Fjölskyldan í Ásaskóla, Gnúpverjahreppi Því miður þurfti ég að drepa tímann í tvo sólarhringa. Ég íhug- aði að biðja þá á spítalanum að leggja mig í kóma í tvo daga. Stefnumót við ástina í Vaggadúggú Egill Bjarnason, ljós myndari, hjólreiða garpur og bóksalasonur frá Selfossi, heldur áfram að stíga fák sinn í Afríku. Kílómetrarnir eru orðnir fleiri en sex þúsund en hér segir frá því þegar hann hjólaði á vit kærustunnar frá Malí til Burkina Faso og hitti meðal annars kurteisasta mann álfunnar á leiðinni. Þrítugur, kurteis sjö barna faðir Ég spyr hóp af karlmönnum, sem sitja spekingslegir undir tré, hvar ég gæti tjaldað og er vísað á þorps- höfðingjann; vinalegan, þrítugan, sjö barna föður sem hlær stjórnlaust í hvert sinn sem hann lítur mig aug- um. „Mersí“ er eina orðið sem við kunnum báðir. Samtöl okkar hljóma því eins og tveir kurteisustu menn heims hafi mæst óvænt í Burkina Faso. „Þakka þér, þakka þér, þakka þér!“ „Já, takk, takk, takk!“ Annars er norðurhluti Burkina Faso kjörinn staður til að tjalda á bak við runna. Eftir fimm mánuði í Vestur-Afríku, og næstum hverja nótt í tjaldi, hef ég lært að varast tvennt áður en ég tjalda í leyfisleysi: að fara óséður af veginum og tjalda ofan á mauraþúfu. Síðustu nóttina gisti ég hjá banda- rískum hjálparstarfsmanni í borg- inni Yako. Hann ætlar til Íslands í lok sumars og biður mig um að- stoð við að skipuleggja ferðalag- ið. Ég nefni helstu perlur Íslands; Selfossbæ, Ingólfsfjall, Ölfusá, byggingu Kaupfélags Árnesinga – kommon, einhver verður að vega upp á móti áróðrinum sem birtist í ferðahandbókum um Ísland. Lon- ley Planet, mest notaði ferðavísir- inn, segir Selfoss „fáránlega ljótan bæ þar sem maður eigi stanslaust á hættu að verða undir umferðar- teppu.“ Ouagadougou, höfuðborg Burkina Faso, er heldur engin París. Nafnið, borið fram Vagg- A-dúgg-Ú, slær aftur á móti öllum höfuðborgum við. Ég nota hvert tækifæri til að bera það fram í sam- tölum, sama hvert umræðuefnið er. Allt hljómar spennandi ef það er gert í Vaggadúggú, meira að segja að uppvaskið – í Vaggadúggú. Minn áfangastaður í borginni er hjá frönskum sófasörfara. Fyrir aula sem ekki þekkja vefsíðuna Co- uchsurfing.com, þá er það samfélag þar sem meðlimir opna heimili sín hver fyrir öðrum; bjóða ferðalöng- um sófann sinn. Síðan var stofnuð af Bandaríkjamanni sem ferðaðist um Ísland árið 2006 og varð gjald- þrota – eða svo segir sagan – af að gista stöðugt í sextíu dollara svefn- pokaplássi. Að safna bulli Ouagadougou er völundarhús fyrir ókunnuga. Þar eru næstum engin kennileiti eða götuheiti. Ekki hjálp- ar það að leiðbeiningar heimamanna eru afar misvísandi. Að spyrja til vegar í afrískri stórborg er eins og að fara út og safna bulli. Allir eru tilbúnir að vísa veginn, sama hvort þeir þekkja hann eða ekki – annað væri jú ókurteisi. Ég geri sömu mistök og ævinlega. Spyr mann í jakkafötum og treysti hans leiðbeiningum algjörlega hundrað prósent þar til ég hef nánast hjólað hringinn í kringum landið og átta mig á að fín föt gera menn ekki sjálfkrafa ábyrga. Eins og ævinlega bjargar tannlaus róni deginum. Upp á þessa ferðasögu að gera hefði auðvitað verið best ef ég hefði náð til borgarinnar á síðustu stundu, nokkrum klukkustundum á undan flugvél kærustunnar, en því miður þurfti ég að drepa tímann í tvo sól- arhringa. Ég íhugaði að biðja þá á spítalanum að leggja mig í kóma í tvo daga. Móttökuhlið á flugvöllum eru til- finningaríkustu staðir sem ég veit um. Staðir þar sem fólk fellur í stafi af fögnuðu við að sjá hvert annað. Væri ég leiðsögumaður geimvera á ferð um Jörð myndi ég koma við á al- þjóðaflugvelli til að sýna svokallaða ást mannvera. Ég mæti snemma á flugvöllinn, alltof snemma. Þegar f lugvélin lendir er ég farinn að rápa um af leiðindum. Fyrstur til að stíga gegn- um móttökuhliðið er feitur afrískur faðir. Börn koma hlaupandi og hann faðmar þau hvert af öðru. Ég gleymi mér við að fylgjast með þessum fagnaðarfundi, sem tekur tímann sinn því maðurinn virðist eiga yfir tíu börn. Hrekk loksins við þegar stefnumótið mitt stendur beint fyrir framan mig og er svo brugðið að ég heilsa óvart líkt og félagi á förnum vegi: „Nei, blessuð!“ Hliðarvegur Vegir í Vestur-Afríku taka á sig ýmsar myndir. Sofið Kerrumaður í hvíldarstöðu á markaði í Bamako, höfuðborg Malí. 22 ferðalög Helgin 26.-28. ágúst 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.