Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 26.08.2011, Qupperneq 34
betri hugmynd! Mjólkin g erir gott betr a og er ómissand i með súkkulað iköku. Þ egar ég var ungur pungur nít-ján hundruð áttatíu og eitthvað mikið fór ég með peningana mína, sem safnast höfðu með blaðaútburði, í hjólabúð í miðbænum. Á innkaupalistanum var fagurrautt Muddy fox-fjallahjól svipað því sem Valdimar Örn Flygenring, hæglega svalasti næntís Ís- lendingurinn, var á. En líkt og Flygen- ringurinn sagði í blaðaviðtali á þeim tíma var ég bara að hjóla um götur borgarinnar á fáknum mínum. Það er nefnilega þannig að flestir sem labbað hafa inn í hjólabúð á Íslandi frá því á níunda áratugnum hafa gengið þaðan út með fjallahjól án þess þó að ætla sér nokkurn tímann út fyrir mal- bikið. Það er fyrst núna, rúmum tuttugu árum seinna, sem ég er að fatta til hvers fjallahjól eru í raun og veru og það er að sjálfsögðu til þess að fara í torfærur og upp á fjöll. Því þurfti að byrja á að leita eftir stígum og brautum í nágrenninu. En nú voru góð ráð dýr. Hér er nokkurn veginn ekki um neitt slíkt að ræða. Það er nóg um göngustíga um falleg útivist- arsvæði höfuðborgarinnar. Vandamálið við að hjóla eftir þessum göngustígum Fögur er hlíðin er að það krefst lítillar tækni auk þess sem að hjóla í möl er beinlínis hundleiðinlegt. Þar er líka allt morandi í gangandi vegfarendum. Það eru þó á köflum frábærar leiðir í kringum háhitasvæðin fyrir austan fjall í um klukkustundar- fjarlægð með bíl. Draumurinn væri þó að fá eitthvað „útlenskt“ í stuttu hjólafæri við höfuðborgina. Þar er víðsvegar hægt að ganga hreint til verks. Norðlendingar hafa þegar búið til hörkubraut í Kjarnaskógi við Akureyri og mætti vel taka sér það framtak til fyrirmyndar. Þess ber þó að geta að það eru tvær brun- brautir hér í nágrenninu en það vantar braut sem byrjar og endar á sama stað eftir skemmtilegan og krefjandi hring. Mýmörg svæði koma til greina. Í og við höfuðborg- ina eru Heiðmörkin, Úlfarsfellið og að sjálfsögðu Öskjuhlíðin kjörin svæði. Í Öskjuhlíðinni hafa reyndar nokkrir frumkvöðlar, í skjóli nætur og af eigin rammleik, svindlað inn skemmtilegum köflum út frá gönguleiðum í hlíðinni. Sann- kallaðar leynileiðir sem sjást ekki nema virkilega sé verið að leita að þeim. Það sýnir að það er vel hægt að koma þar fyrir skemmtilegri hjólabraut í sátt við hlíðina sjálfa og gesti hennar. Borgin ætti að koma til móts við hjólafólkið og hjálpa þessum frumkvöðlum að búa til flotta braut sem sómi væri að. Ein- falt væri að senda eins og eitt gengi úr Vinnuskólanum í hlíðina ásamt einhverjum þessara reynslubolta og gera Öskjuhlíðina að hjólaperlu sem eftir væri tekið og myndi jafn- vel laða að sér ferðamenn, innlenda sem erlenda. Íslandsmeistaramótið í fjallahjól- reiðum var enda haldið í Öskjuhlíð- inni fyrir skömmu. Hjólreiðafélag Reykjavíkur kortlagði fjögurra kílómetra braut um hlíðina sem samanstóð af göngustígum og fyrrnefndum leynileiðum. Eftir skemmtilega keppni –þar sem allir þeir bestu sprengdu dekk á sama steininum – vann Kári Brynjólfs- son sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Eftir rúmlega tuttugu ár af því að kaupa nær eingöngu fjallahjól ætti landinn því að vilja fá eitthvað til að sökkva kubbadekkjunum í og ég er þess fullviss að ef upp spretta skemmtilegar og langar brautir í skógivöxnum hlíðum landsins sæki margur gamall pungurinn fjallahjólhestinn úr geymslunni, íklæddur glænýjum og níðþröngum hjólagalla, og haldi af stað í það sem honum var fyrst ætlað; torfærur. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Leynileiðirnar í Öskjuhlíðinni eru skemmtileg- ar og krefjandi. Ljósmyndir/Hari Fjallahjólreiðar er hægt að stunda á nokkrum stöðum á höfuðborgar- svæðinu t.d í Öskjuhlíðinni. Kári Brynjólfsson, Íslandsmeistari í fjallahjólreiðum 2011, á fullu spítti. 32 útivist Helgin 26.-28. ágúst 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.