Fréttatíminn - 26.08.2011, Síða 47
viðhorf 33Helgin 26.-28. ágúst 2011
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur
Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Sjötta og síðasta endurskoðun á efnahags
áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður
tekin fyrir í dag, föstudag. Það er vissulega
áfangi á þeirri vegferð sem staðið hefur í nær
fellt þrjú ár, frá hruninu haustið 2008. Með
samþykkt þessarar síðustu endurskoðunar
opnast fyrir lokalánveitingu sjóðsins en að
henni lokinni nema lánveitingar hans til ís
lenskra stjórnvalda 2,1 milljarði dala. Þeir
fjármunir hafa myndað gjald
eyrissjóð Seðlabankans til
viðbótar við þriggja milljarða
dala lán frá hinum Norður
landaþjóðunum, auk Pólverja
og eftirminnilegs framlags
Færeyinga.
Ýmsir litu svo á að aðkoma
sjóðsins að íslensku efna
hagslífi yrði leið til ánauðar
þegar fyrri ríkisstjórn óskaði
formlega eftir samstarfi við
hann í kjölfar bankahrunsins
í október 2008. Sá ótti hefur
reynst ástæðulaus en núverandi ríkisstjórn
hélt samstarfinu ótrauð áfram þrátt fyrir efa
semdir og gagnrýni sumra í hópi stjórnarliða.
Markmið samkomulagsins var í megin
atriðum að koma á stöðugleika á gjaldeyris
markaði, móta stefnu í ríkisfjármálum til að
koma á sjálfbærri skuldastöðu og endurreisa
viðurkenndar leikreglur.
Þótt áætluninni ljúki nú með síðustu endur
skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun hann
fylgjast náið með þróun hér næstu árin enda
hagsmunir hans miklir en lánið ber að greiða
til baka á árunum 2012 til 2015. Sjóðurinn
tók áhættu með lánveitingunni enda var hún
óvenjuhá miðað við landsframleiðslu Íslands.
Það tekur á að endurheimta glatað lánstraust.
Ísland var einangrað og næsta vinafátt
haustið 2008 þegar Alþjóðagjaldeyrissjóður
inn kom að endurreisninni. Önnur aðstoð var
raunar háð þeim skilyrðum að samstarf væri
við sjóðinn. Efnahagsáfall samfélagsins var
þungt og þremur árum eftir hrun glímir hluti
heimila og fyrirtækja enn við mikinn vanda.
Sé hins vegar horft á stöðuna af sanngirni, nú
við lokaendurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðs
ins, sést að árangur hefur náðst á ýmsum
sviðum. Hagkerfið er smátt og smátt að taka
við sér og spáir sjóðurinn því og aðrar helstu
efnahagsstofnanir, innlendar og erlendar, að
hagvöxtur verði í fyrsta sinn í ár frá hruni. Í
yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda með fimmtu
endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom
fram að einkaneysla færi vaxandi, verðbólga
væri lítil, vöruskiptajöfnuður jákvæður og að
krónan hefði haldist stöðug.
Verkefnin fram undan eru hins vegar
mörg. Ríkissjóður er mjög skuldsettur. Þar
verður ekki komist hjá frekari niðurskurði.
Skattlagning er komin að þolmörkum. Það
krælir á verðbólgudraugnum. Atvinnuleysið
er böl sem vinna þarf bót á. Þar er ein helsta
áskorun stjórnvalda. Losa þarf, svo fljótt sem
auðið er, um gjaldeyrishöftin. Þar hafa stjórn
völd lýst því yfir að horfur greiðslujafnaðar
séu nægilega sterkar til að styðja við afnám
haftanna í áföngum. Ná þarf sátt í sjávarút
vegi, undirstöðugrein íslensks atvinnulífs,
þar sem himinn og haf er á milli stjórnvalda
og helstu hagsmunasamtaka í greininni.
Síðast en ekki síst er það á ábyrgð stjórnvalda
að auka með almenningi bjartsýni sem lið í
frekari uppbyggingu. Kreppa er ekki síst hug
lægt ástand.
Síðasta endurskoðun á efnahagsáætlun AGS
Áfangi í uppbyggingunni
S
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Fært til bókar
Pólitískt „sexí“
Þegar Guðmundur Steingrímsson gekk
úr Samfylkingunni í Framsóknarflokkinn
á sínum tíma töldu margir að týndi sonur-
inn væri kominn heim, ættarlaukurinn
sjálfur, sonur og sonarsonur formanna
flokksins og forsætisráðherranna Stein-
gríms Hermannssonar og Hermanns
Jónassonar. Guðmundur hefur hins
vegar ekki átt sælustundir í flokki for-
feðranna og hefur nú sagt skilið við hann.
Hann boðar stofnun nýs stjórnmála-
flokks. Sagan ein leiðir í ljós hvort hann
kemst með þeim hætti til æðstu metorða
eins og pabbinn og afinn, en Framsókn
hefur verið afskrifuð sem leiðin þangað.
Afstaða Guðmundar hefur í ýmsum mál-
um legið nær ríkisstjórninni en annarra í
stjórnarandstöðu enda viðurkenndi þing-
maðurinn í viðtali í Kastljósi að hann hefði
aldrei fundið sig þar. Hann boðar m.a. að
hann ætli sér að verða að liði í aðildarum-
sókn Íslendinga að Evrópusambandinu.
Þótt Guðmundur segist ekki sáttur við
allar gjörðir ríkisstjórnarinnar má þó ætla
að brottför hans úr Framsóknarflokknum
létti aðeins áhyggjum af ríkisstjórnar-
forkólfunum. Þær stafa ekki síst af því
að Þráinn Bertelsson, þingmaður VG,
hefur verið með ríkisstjórnina í gíslingu
vegna málefna Kvikmyndaskóla Íslands
og neitar að samþykkja fjárlög nema
ásættanleg niðurstaða náist þar. Ómar
Ragnarsson veltir m.a. fyrir sér hvaða
áhrif yfirlýsingar og gjörðir Guðmundar
hafi á þetta. Fyrirsögn á bloggi Ómars er:
„Létt á þrýstingi Þráins.“ Björn Bjarna-
son teygir málið lengra og sér Dag B.
Eggertsson, varaformann Samfylkingar-
innar, fyrir sér í sveit Guðmundar. Dagur
hafi áttað sig á því að hann nái hvorki að
hrófla við Jóhönnu Sigurðardóttur né
Össuri Skarphéðinssyni. Hann kunni því
að yfirgefa sína skútu. Björn bætir raunar
öðrum þingmanni Samfylkingarinnar í
þennan hóp, Magnúsi Orra Schram.
Hann hafi með yfirlýsingum sínum að
undanförnu fjarlægst Jóhönnu og Össur.
Spekúleringar pólitískra álitsgjafa skipta
hins vegar minnstu fyrir Guðmund Stein-
grímsson. Hann verður að ná til fjöldans
ætli hann að ná metorðum á við föður
og afa. Í þeim efnum má kannski lesa
eitthvað í blogg Jennýjar Stefaníu Jens-
dóttur sem sagði, eftir viðtalið við Guð-
mund í Kastljósinu, að ekki yrði fram hjá
því litið að Guðmundur Steingrímsson
byggi yfir einstökum persónutöfrum, sem
gerðu hann pólitískt „sexí“. Hvers vegna?
spyr Jenný og svarar sjálf: „Jú, vegna þess
að hann talaði út frá hjartanu í Kastljósi.
Hann á ekki langt að sækja það, enda var
faðir hans feikilega vinsæll forsætisráð-
herra, aðallega vegna persónutöfra. Slíkt
tal verður aldrei leikið, fótósjoppað eða
æft; það bara er.“
145 líkar þetta
Frá því var greint í fréttum í vikubyrjun
að elsti Íslendingurinn, Torfhildur Torfa-
dóttir á Ísafirði, væri látin. Torfhildur
náði því að verða 107 ára en hún fæddist
í Asparvík í Strandasýslu 24. maí árið
1904. Fram kom að langlífi væri í ætt
Torfhildar en hún var yngst ellefu systk-
ina. Tveir bræður hennar urðu háaldraðir;
Ásgeir náði því að verða 100 ára og Ey-
mundur 96 ára. Systirin Guðbjörg varð
91 árs. Þetta er að vonum fréttnæmt,
ekki síst þegar elsti Íslendingurinn deyr
að loknu löngu og farsælu dagsverki. Hitt
er umhugsunarverðara, eins og þekkist
meðal sumra vefmiðla, að fólk getur sett
inn athugasemdir með fréttum. Það er
sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, að
sjá t.d. neðan við andlátsfrétt Torfhildar,
í vestfirska miðlinum bb.is, að 145 manns
líki þetta.
H aldið verður áfram að fjalla um fyrirkomu
lag kosninga til Alþingis
eins og það er í tillögum
stjórnlagaráðs. Nú
verður rætt um úthlutun
þingsæta.
Leiðrétting
Áður en lengra er haldið
þarf að benda á töflu sem
átti að vera í síðasta pistli
en í hennar stað var birt
röng tafla. Sú rétta er
hér sem 1. tafla. Minnt skal á að at
kvæði eru ýmist greidd listum eða
einstökum frambjóðendum. Gert
er ráð fyrir að kjósendur geti valið
frambjóðendur af listum fleiri en
eins flokks. Alþingi er þó heimilt að
takmarka valið við lista sama flokks.
Ekki er mælt fyrir um hvernigkjós
endur merkja við þá einstaklinga
sem þeir vilja eða með öðrum hætti.
Gert ráð fyrir að valið fari fram með
krossum á kjörseðlinum í 1. töflu.
Þar hefur kjósandi krossað við þrjá
frambjóðendur sem eru í tvennum
ólíkum samtökum.
Hvernig er talið?
Tillögur stjórnlagaráðs eru vísvit
andi harla fáorðar um uppgjörið,
talninguna. Hana má útfæra á ýmsa
vegu í kosningalögum. Þó er at
kvæðastyrkur hvers frambjóðanda
lagður til grundvallar. Hafi kjósandi
merkt við lista deilist stuðningur
hans jafnt á alla frambjóðendur
listans. Hafi hann merkt
við einstaka menn skipt
ist atkvæðið milli þeirra
sem hann hefur valið.
Sú skipting þarf ekki
að vera í jöfnum mæli.
Lögin gætu mælt fyrir
um forgangsröðun og
yrði vægið þá breytilegt.
Á kjörseðlinum í 1. töflu
eru þó notaðir jafngildir
krossar og fengju þau
Hreiðar, Jakobína og
Þóra þriðjung atkvæð
isins hvert. Annar kjós
andi sem merkti einvörðungu við Z
lista, kjördæmislista íþróttamanna,
væri að skipta atkvæði sínu jafnt
milli þeirra tveggja sem á listanum
eru, Hreiðars og Ingu.
Atkvæðabrot hvers frambjóðanda
eru lögð saman og mynda heildar
atkvæðatölu þeirra. T.d. er Hreiðar
kominn með 1/3+1/2 atkvæði af
þeim tveimur seðlum sem nefndir
hafa verið til sögunnar, en Inga 1/2
atkvæði og Jakobína og Þóra 1/3
atkvæðis hvor. Auðvelt er að finna
heildaratkvæðatölu hvers flokks.
Hún er einfaldlega summan af at
kvæðatölum allra frambjóðenda
flokksins, á hvaða lista sem þeir
kunna að standa.
Hverjir hljóta þingsæti?
Tvennt getur togast á: Að flokkarn
ir fái þingsæti í fullu samræmi við
heildaratkvæðatölu eða að þeir fram
bjóðendur hljóti sæti sem mest fylgi
hafa. Best væri ef þetta færi saman,
en reikningslega er ekki hægt að
tryggja að svo sé. Ef notuð er aðferð
in sem beitt var við stjórnlagaþings
kosninguna, fer það þó nærri lagi.
Þó kynni heldur að halla á kórrétta
skiptingu milli flokkanna. Sé beitt
krossum, eins og í því dæmi sem not
að er í þessari pistlasyrpu, er þessu
öfugt farið. Þá fá flokkarnir forgang
að sætunum en frambjóðendur eru
settir skör lægra.
Miðað við krossaleiðina er þing
sætum fyrst skipt hlutfallslega milli
samtaka (flokka) út frá heildar
atkvæðatölum. Síðan er sætunum
útdeilt innbyrðis til frambjóðenda
hverra samtaka út frá atkvæðastyrk
hvers og eins. Ímyndaðar atkvæða
tölur í 2. töflu sýna framgangsmát
ann.Gert er ráð fyrir að landinu sé
einungis skipt í tvö kjördæmi (AV og
NS) auk landslista.
Heildaratkvæðatölurnar, 3.800 hjá
Ysamtökunum og 7.300 hjá Zsam
tökunum, gætu gefið Z tvö sæti en
Y eitt. Ysætið færi bersýnilega til
Ríkharðs sem er atkvæðaríkari en
Jakobína. Fyrra Zsætið færi til Önnu
sem er vel að því komin. Það seinna
færi til Þóru enda er hún með næst
flest atkvæði innan Zsamtakanna.
Þóra kæmist því á þing þótt hún hafi
færri atkvæði en Jakobína, enda eru
þær sín í hvorum samtökunum.
Fleira þarf til
Lokapistillinn um kosningakerfið
kemur í næstu viku. Þá verður sagt
frá vissri vernd fyrir kjördæmin
og fjallað um kynjajöfnun, ásamt
því sem mörgum kann að brenna í
brjósti: Hví þingsætatalan er óbreytt,
63.
Ný stjórnarskrá
Atkvæði skapa þingmenn
Þorkell Helgason
sat í stjórnlagaráði
Kjörseðill í Austvesturkjördæmi (AV)
Kjördæmiskjör
Z-listi íþróttamanna
X Hreiðar Árnason
Inga Klemensdóttir
Landskjör (kjördæmi innan sviga, sé því að skipta)
Y-listi listamanna Z-listi íþróttamanna
Ríkharður Gunnarsson Anna Önnudóttir (NS)
Heiðdís Arnarsdóttir Inga Klemensdóttir (AV)
Sigurvin Pétursson X Þóra Ögmundardóttir
X Jakobína Ástráðsdóttir
Atkvæðatölur (allar skáldaðar)
Kjördæmiskjör Austvesturkjördæmi (AV)
1.200 Z-listi íþróttamanna
700 Hreiðar Árnason
500 Inga Klemensdóttir
Kjördæmiskjör Norðursuðurkjördæmi (NS)
1.200 Z-listi íþróttamanna
1.200 Anna Önnudóttir (NS)
Landskjör (kjördæmi innan sviga ef við á)
3.800 Y-listi listamanna 4.900 Z-listi íþróttamanna
1.800 Ríkharður Gunnarsson 3.300 Anna Önnudóttir (NS)
100 Heiðdís Arnarsdóttir 400 Inga Klemensdóttir (AV)
200 Sigurvin Pétursson 1.200 Þóra Ögmundardóttir
1.700 Jakobína Ástráðsdóttir
Heildarfylgi
3.800 Y-listi listamanna 7.300 Z-listi íþróttamanna
1.800 Ríkharður Gunnarsson 4.500 Anna Önnudóttir (NS)
100 Heiðdís Arnarsdóttir 700 Hreiðar Árnason
200 Sigurvin Pétursson 900 Inga Klemensdóttir (AV)
1.700 Jakobína Ástráðsdóttir 1.200 Þóra Ögmundardóttir