Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 60
46 bíó Helgin 26.-28. ágúst 2011
Finnbogi og Alfreð starfa á afskekktum fjallvegum á níunda
áratugnum. Þar handmála
þeir merkingar á malbikið
og reka niður tréstikur í veg-
kanta. Þeir hafa ekkert nema
hvor annan til að dreifa hug-
anum frá tilbreytingarlausri
vinnunni en þar sem þeim
líkar ekkert of vel hvorum
við annan, er það alls ekkert
endilega til bóta.
„Þetta er gamanmynd,
með dálitlu drama, um þessa
ólíku ungu vegagerðarmenn
sem sitja hálfpartinn uppi
hvor með annan á afskekkt-
um stað. Þeir eru mjög ólíkir
að öllu leyti og myndin fjallar
um samband þeirra. Þeir eru
félagsskapur sem hvorugur
hefur beint valið sér,“ segir
Hafsteinn.
Þegar hann er spurður
hvort andi Brokeback Mo-
untain, en í þeirri mynd felldu
tveir kúrekar hugi saman,
svífi yfir heiðinni vefst hon-
um aðeins tunga um tönn.
„Ég veit það ekki. Nei, nei.
Jú. Að einhverju leyti en ekki
beint,“ segir hann og hlær.
„Þetta er kannski einhvers
konar blanda af Nýju lífi og
Börnum náttúrunnar. Að ein-
hverju leyti. Það er svolítið
verið að skírskota til íslenskra
kvikmynda frá þessum tíma.
Þótt tónninn í myndinni eigi
ef til vill meira skylt við ný-
legar sjálfstæðar bandarískar
myndir.
Þetta kom eiginlega svolítið
til þannig að ég var búinn að
vera í dálítinn tíma að reyna
að fjármagna kvikmynd eftir
skáldsögunni Hvíldardagar
eftir Braga Ólafsson. Það
gekk frekar hægt og reynd-
ist dýrara en ætlað var í upp-
hafi þótt þetta sé alls ekki dýr
mynd. Þannig að ég einsetti
mér eiginlega að gera eins
ódýra mynd og ég gæti og
væri hægt að fjármagna hratt
en án þess að slá af gæðakröf-
um. Niðurstaðan varð því sú
að hafa tvær persónur og
svo leikur Þorsteinn Bach-
mann smá aukahlutverk.
Að öðru leyti eru það tveir
menn sem bera alla myndina
uppi. Hilmar Guðjónsson
leikur Fredda, eða Alfreð,
og Sveinn Ólafur Gunn-
arsson leikur Finnboga.
Það var alveg stórkostlegt að
vinna með þeim. Ég held líka
að þetta sé mjög leikaravæn
mynd og þeir eru bara
tveir í nánast hverri
einustu senu,“ segir
Hafsteinn.
Eftir að hugmyndin
að myndinni kvikn-
aði fóru Hafsteinn og
Sveinn að kasta henni
á milli sín og þróa
hana og Hafsteinn
skrifaði síðan handritið.
„Hilmar kom líka fljótt inn í
ferlið þannig að þeir eiga mik-
ið í þessum persónum sjálfir.
Þetta var mjög eðlilegt og
skemmtilegt ferli með þeim
og Þorsteini Bachmann sem
kom inn í þetta og var alveg
frábær.“
Hafsteinn Gunnar lærði
kvikmyndagerð í fjögur ár
við Columbia-háskólann í New
York og Á annan veg er fyrsta
mynd hans í fullri lengd.
Hann fagnar því nú að mynd-
in hefur verið valin til keppni
á kvikmyndahátíðinni í San
Sebastian á Spáni í lok sept-
ember. Á annan veg er þar ein
fimmtán mynda sem keppa í
f lokki tileinkuðum fyrstu
eða annarri mynd leikstjóra.
„Þetta er frábært fyrir þessa
litlu mynd,“ segir Hafsteinn.
Á annan veg var tekin á
sunnanverðum Vestfjörðum
í fyrrasumar þar sem kvik-
myndagerðarfólkið naut sér-
staks velvilja bjæarfélagsins
á Patreksfirði og Vegagerðar-
innar þar. Myndin verður því
eðlilega forsýnd um helgina
í Skjaldborgarbíói á Patreks-
firði og síðan frumsýnd í
Reykjavík 2. september.
Bíó Nýtt líf og BörN NáttúruNNar mætast á öðrum vegi
frumsýNdar
frumsýNdar
Á annan veg, fyrsta kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í fullri lengd, verður
frumsýnd í byrjun næsta mánaðar. Myndin er sögð vera meinfyndin og mannleg kómedía um tvo
mjög svo ólíka menn sem sitja uppi hvor með annan, einangraðir í vegavinnu lengst uppi á heiði.
The Greatest Movie
Ever Sold
Morgan Spurlock, sem gerði það gott
með heimildarmyndinni Super Size Me,
beinir nú sjónum að auglýsingamennsku
og þeim leiðum sem notaðar eru til þess
að koma þekktum vörumerkjum að í
bíómyndum með það fyrir augum að
móta smekk neytenda.
Hann spyr sig einfaldrar spurningar: Ef
hann væri
studdur
fjárhagslega
af réttu vöru-
merkjunum,
gæti hann gert
heimildar-
mynd sem væri
jafn vinsæl
og stærstu
myndirnar í
bíó?
Final Destination 5
Fimmta myndin í unglingahrolls-
seríunni Final Destination er staðreynd.
Í myndunum sleppur jafnan hópur
unglinga naumlega við að farast í alls
kyns stórslysum. Dauðinn er aftur á
móti lítið fyrir að fólk sé að reyna að
sleppa frá honum og sér því til þess að
hið feiga fólk týni tölunni í sömu röð og
það hefði átt að gera í viðkomandi slysi.
Auðvitað alltaf á frekar subbulegan og
myndrænan hátt. Að þessu sinni yfirgef-
ur hópur skólafélaga rútu skömmu áður
en hún ferst. Og gamalkunn atburðarás
fer af stað.
Þeir eru
bara tveir
í nánast
hverri
einustu
senu.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Í The Change-Up kveður við
kunnuglegan tón úr líkamsskipta-
myndum á borð við Freaky Friday,
þar sem mæðgur fluttust á milli
líkama þannig að mamman þurfti að
glíma við unglingavandamál á meðan
dóttirin tókst á við tilveru mömm-
unnar, og vice versa þar sem feðgar
lentu í sömu hremmingum.
Nú eru það hins vegar bestu vinir sem
hafa þessi skipti. Dave er ábyrgur
fjölskyldufaðir en Mitch léttlyndur
glaumgosi. Á fylliríi telja þeir sjálfum
sér trú um að þeir þrái að lifa lífi hvor
annars. Kvennabósinn telur sig þurfa
rólegt heimilislíf og hinn dyggi eigin-
maður gæti hugsað sér að kynnast
fleiri konum náið.
Þeir fá óskir sínar uppfylltar og við
taka tóm vandræði þar sem hvor um
sig þarf að ná fótfestu í aðstæðum
sem eru þeim fullkomlega framandi.
Jason Bateman, sem er þekktastur
fyrir leik sinn í Arrested Development,
leikur hinn ráðsetta Dave en Ryan
Reynolds leikur léttlynda vininn.
Gæðaleikstjórinn Ter-
rence Malick verður seint
talinn afkastamikill og ný
mynd frá honum telst því
alltaf til tíðinda. Hann vakti
fyrst verulega athygli með
Badlands árið 1973 þar sem
Martin Sheen og Sissy
Spacek léku ungt kærustu-
par sem fór víða og myrti
fólk af miklu kappi. Síðan
gerði hann Days of Heaven
og lét svo tuttugu ár líða
þar til hann gerði næstu
mynd, The Thin Red Line.
Nú kveður Malick sér
hljóðs með The Tree of Life
og teflir meðal annars fram
þeim Brad Pitt og Sean
Penn.
Myndin segir sögu fjöl-
skyldu í miðvesturríkjum
Bandaríkjanna á sjötta ára-
tug síðustu aldar. Í mynd-
inni er fylgst með lífshlaupi
elsta sonarins, Jacks, í gegn-
um sakleysi barnæskunnar
allt upp í fullorðinsár þegar
veruleikinn hrekur burt
tálsýnir bernskunnar.
Hafsteinn Gunnar er þegar farinn að huga að næstu verkefnum. Hann hefur ekki gefið upp vonina um að kvikmynda Hvíldardaga
auk þess sem hann stefnir á að gera mynd eftir handriti Huldars Breiðfjörð á næsta ári. Ljósmynd/Hari
Ný mynd frá Malick
Finnbogi og Freddi
neyðast til að
þola hvor annan
í einangruninni
uppi á heiði.
Tilbrigði við stef
Brad Pitt í The Tree of Life.
Leikstjórinn
Robert Rodriguez
hefur ekki enn tæmt
matarholuna sem
hann uppgötvaði
með Spy Kids. Nú
er komið að fjórðu
myndinni, Spy Kids
4: All the Time in
the World, sem er
ekki aðeins í þrívídd
heldur fá áhorfendur
einnig lyktarspjald
til þess að geta sökkt
sér almennilega ofan
í stemninguna.
Antonio Banderas
og Danny Trejo
eru sem fyrr með
í fjörinu en nú er
Jessica Alba í for-
grunni. Hún er hætt
öllu njósnastússi og
sinnir nýfæddu barni
sínu og tveimur
stjúpbörnum. Þegar
brjálæðingurinn
Timekeeper ógnar
heimsbyggðinni
neyðist hún til að
hætta á eftir-
launum og takast
á við óvininn með
dyggri aðstoð stjúp-
barnanna.
Jessica Alba gefur ekkert eftir.
Meira af njósnakrökkum
Miðasala 568 8000
borgarleikhus.is
Áskriftar-
kortið okkar
Saumaklúbburinn
Hreinar MA-meyjar
og makar þeirra
Viltu skipta? Kannski ekki góð hugmynd eftir allt saman.
Ekki beint í anda
Brokeback Mountain