Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Page 72

Fréttatíminn - 26.08.2011, Page 72
Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið mitt Steindi jr., sjónvarpsmaður M inningar- og styrktar-tónleikar í nafni Hönnu Lilju Valsdótt- ur og dóttur hennar Valgerðar Lilju Gísladóttur, verða haldnir í Guðríðarkikju mánudaginn 5. september. Hanna Lilja og Val- gerður Lilja verða jarðsungnar næstkomandi mánudag. Allur ágóði rennur í sjóð til styrktar Gísla Kr. Björnssyni, eiginmanni Hönnu Lilju, og barna þeirra Þorkels, Guðrúnar og Sigríðar Hönnu. Hanna Lilja fékk blóðtappa í lungu þegar hún var gengin 34 vikur með tvíbura. Hún hafði það ekki af en það tókst að bjarga tvíburunum. Þær voru skírðar strax og fengu nöfnin Sigríður Hanna og Valgerður Lilja. Sig- ríður Hanna var mun sprækari en systir hennar og hefur eflst það mikið að hún er talin úr lífs- hættu. Valgerður Lilja var mun veikari og var í öndunarvél og sýndi ekki framfarir. Ákveðið var að taka hana úr öndunar- vélinni og fjaraði líf hennar út á stuttum tíma. Fyrir áttu Gísli og Hanna tvö börn, þau Þorkel Val, átta ára, og Guðrúnu Filippíu, fjögurra ára. -óhþ Minningartónleikar um Hönnu Lilju  Tónleikar Fjölskylda í sáruM Tónleikar reykjavík jazz FesTival Ragnheiður syngur í Norræna húsinu Söngkonan Ragnheiður Gröndal heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld, föstudagskvöld, með þjóðalagasveit sinni og hefjast þeir klukkan 20. Tónleikarnir eru hluti af Reykjavík Jazz Festival. Ragnheiður hefur gefið út fjölmargar plötur, meðal annars Þjóð- lög (2006) og Tregagás (2009) en á þeim er efniviðurinn sóttur í íslensk þjóðlög. Þessar tvær plötur hafa vakið töluverða athygli bæði heima og erlendis. Hljómsveitin hefur undanfarin tvö ár leikið víða, meðal annars í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Eftir tónleikana á Reykjavík Jazz Festival kemur hópurinn fram á tónlistarhátíð í Normandí í Frakklandi. Á tónleikunum á föstudaginn kemur austurríski slag- verksleikarinn Claudio Spieler fram með hljómsveitinni en hann leikur á mörg afar framandi slagverkshljóðfæri ættuð frá austurlöndum fjær. Ásamt Ragnheiði og slagverksleikar- anum Claudio Spieler leika Haukur Gröndal á klarínett, Guð- mundur Pétursson á gítar og Birgir Baldursson á trommur og slagverk. -óhþ Ragnheiður Gröndal ásamt þjóð- lagasveit sinni sem er skipuð valinkunnum listamönn- um. Vinirnir Jógvan Hansen og Friðrik Ómar syngja á tónleikunum. Þessir koma fram á tónleikunum Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson óperusöngvarar ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Diddú óperusöngkona Friðrik Ómar söngvari Gréta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari Hrannar Kristjánsson hljóðmix Jóhann Friðgeir Valdimarson óperusöngvari Jógvan Hansen söngvari Óskar Einarsson, Fanný Kr. Tryggvadóttir og Hrönn Svans- dóttir gospelsöngur  POPPPunkTur TOdMOBile MÆTir ÉG eÐa skálMöld í ÚrsliTuM H ljómsveitin Skálmöld er komin í úrslit og mætir annað hvort Ég eða Todmobile. Við fáum úr því skorið annað kvöld,“ segir dr. Gunni, spurningahöfundur og dómari í hinum vinsæla sjónvarps- þætti Popppunkti – en nú sér fyrir endann á þessari viðureign hljóm- sveitanna. Þeir sem fylgjast með spurninga- keppni poppara fá sem sagt úr því skorið hvaða hljómsveit kemst í úrslit. Sú viðureign verður hins vegar ekki að viku liðinni. „Nei, 3. september verður slegið á léttari strengi. Þá verður á dagskrá hinn árlegi auka Popppunktur til að hita upp stemninguna fyrir sjálfan úr- slitaleikinn. Þá eigast við Vestur- port og Spaugstofan. Fyrirliði Vest- urports er Björn Hlynur og með honum eru Víkingur Kristjánsson og Rúnar Freyr. Fyrirliði Spaug- stofunnar er Örn Árnason en með honum eru Siggi Sigurjóns og Karl Ágúst,“ segir dr. Gunni og nefnir í framhjáhlaupi að fyrirliðarnir Björn Hlynur og Örn hafi lagt á það ríka áherslu að fá að keppa í Popppunkti. Búið er að taka upp þáttinn og þekking leikaranna kom dr. Gunna í opna skjöldu. Hann semur spurn- ingarnar jafnan að teknu tilliti til ætlaðrar þekkingar keppenda og þegar poppararnir eru annars vegar liggur það að einhverju leyti fyrir. „Þarna kemur maður að tómum kofanum. Yfirleitt semur maður léttari pakka en gengur og gerist þegar svona viðureignir eru annars vegar en það var algjör óþarfi. Bæði lið sýndu hörkuleik og það verður gaman fyrir áhorfendur að sjá þetta fólk í algjörlega nýju ljósi. Og svo ertu náttúrlega kominn með fyrir- sögnina: Spaugstofan aftur á RÚV. Vilja ekki allir lesa það?“ Jú, Frétta- tíminn ætlar að svo sé og leyfir við- mælandanum að velja fyrirsögnina að þessu sinni. Dr. Gunni hefur ekki tölu á því hversu margar spurningar hann hefur samið fyrir Popppunkt; segir að honum takist stundum að nota aftur spurningar sem ekki líta dagsins ljós í þáttunum. „Glöggir áhorfendur geta séð í gegnum það. Til dæmis í valflokkunum. Stund- um koma einhverjir flokkar aftur þótt þeir heiti kannski eitthvað annað. Og þá nýtast spurningarnar. Erlendar hljómsveitir á Íslandi koma hugsanlega aftur undir öðru heiti: Íslandsvinir.“ Dómarinn dregur hins vegar ekki úr því að hann leggi metnað og vinnu í þáttinn. Því er ekki úr vegi að inna hann eftir því hvort spyrill- inn, Felix Bergsson fái jafn mikið borgað fyrir dagskrárgerðina? „Heyrðu, það er verið að kalla mig á fund. Ég sendi þér svar við þessari spurningu í tölvupósti.“ – Bíddu, bíddu ... við verðum að loka þessu. Hefur ekki komið til tals að hafa þetta konsept til útflutnings? „Einhvern tíma kom það til tals. Sonur Sigurjóns Sighvats, Þórir Snær, pródúsent hjá Zik Zak, ætlaði að selja þetta til Skandinavíu á sínum tíma. En ég heyrði ekkert meira um það. Ég skil reyndar ekki af hverju engum hefur dottið þetta í hug. Rolling Stones á móti Metallica! Það væri gott. Annars er þetta alveg opið. Við eigum ekki einkarétt á þessu. Kannski ein- hvern hefðarrétt. En þetta er bara hugmynd sem ég hef ekki fengið lögverndaða. Ég vil helst komast í gegnum lífið án þess að hafa ein- hverja lögfræðinga í kringum mig. En ef það er einhver athafnamaður sem vill kanna þetta þá lýst mér vel á það.“ Dr. Gunni segir ekki ákveð- ið hvort Popppunktur verður á dag- skrá næsta sumar en hins vegar hafi þeirri hugmynd verið hreyft að hafa einhvers konar jólapopppunkt. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Spaugstofan aftur á RÚV Popppunktur Gunni og Felix en fyrir framan þá eru leikararnir úr Spaugstofunni og Vesturporti sem tókust á í Popppunkti af miklum ákafa, krafti og ... þekkingu. Söfnunarrei kningur fyrir börn Hönnu Lilju og Gísla Kt. 080171-5 529 0322-13-700 345 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Hreinlætisvörur NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- SAFIR sturtusett 2.595,- Stálvaskur ø 38 cm 5.990,- 11.900,- NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar 10.995,- MTXE sturtuhaus 2.690,- Skolvaskur plast 52,5x37,6 cm 9.900,- Stálvaskur 43x76 cm 6.990,- VEMAR River blöndunartæki 5.900,- VEMAR Rain blöndunartæki 5.990,- 58 dægurmál Helgin 26.-28. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.