Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
9
þessi tvö mótefni haldast í mælanlegri þynningu, virðist þó
ekki hafa verið gerður, en þar sem þau hafa verið notuð jafn-
hliða, er næmi agglutinationsþrófsins talið heldur meira.18
Þess her þó að geta, að þar sem unnið er með agglutinations-
prófið, er antigen í það alltaf búið til úr stofni, sem gengur á
sama eða nálægu svæði. Sikýringin á því, að okkar sýni, sem
sýndu jákvætt svar við komplementbindingspróf, neikvætt við
agglutinationspróf með amerisku antigeni og neikvætt eða
mjög veikt jákvætt með svissnesku antigeni, gæti verið sú, að
sá stofn af Coxiella hurnetii, sem hér gengur, sé frábrugðinn
þeim ameríska og svissneska um agglutinerandi mótefnamynd-
un. Þessari skýringu til stuðnings er það, að svissneskt naut-
gripahlóðvatn, jákvætt fyrir hvísótt, sýndi mjög sterka svör-
un í agglutinationsprófi með svissneska antigeninu, en miklu
seinni og veikari svörun með hinu ameríska.
Niðurstöður þær, sem fundust í hlóði nautgripa, henda á,
að jákvæðu hjarðirnar liafi tekið smit fyrir nokkru, þar sem
yfirleiti fundust fáir jákvæðir gripir með litla þynningu. Einn-
ig sést, að smitið er til hæði á Suður- og Norðurlandi. Engin
sýni bárust frá Vestfjörðum og mjög fá af Austurlandi, öll
neikvæð.
í sauðfjárhjörðunum úr Lundarreykjadal má fylgja eftir
smiti í lijörð á hæ A, sem er sennilega í hyrjun sumarið 1ÍK51.
Fjórum mánuðum seinna er tæpur helmingur prófaðra sýna
jákvæður og vorið 1965 álíka mikið. A hæ B er smitið senni-
lega í hámarki sumarið 1964, en um haustið er hundraðstala
jákvæðra orðin lægri. Ekki hefur verið athuguð aldursskipt-
ing á þessum liópum, nema hópnum úr Þingvallasveit, en
það voru allt um þriggja mánaða gömul lömh. Trúlegt er, að
smit dreifist örara í kindahjörðum en kúa, vegna þess að
kindurnar hera allar á sama árstíma, en þá er talið, að smit-
hættan sé mest, eins og áður var nefnt.
Ýmsar orsakir geta legið til þess, hversu fá sýni frá fólki
voru jákvæð. 1 fyrsta lagi er smitmegin þess stofns, sem hér
gengur af Coxiella hurnetii e. t. v. lítið fyrir fólk. I öðru lagi
er yfirleitt fljólt gripið til fúkalyfja hér, ef fólk veikist af
óþekktum sjúkdómi, og getur meðferðin ])á dregið úr venju-
legri mótefnamyndun. 10 í þriðja lagi er hugsanlegt, að smit-
unin verði aðallega á harnsaldri og því séu mótefnin horfin
hjá fullorðnum.
Árlega eru send að Keldum nokkur hundruð hlóðsýni frá