Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 42
12
L Æ KNABI.Atíl 1)
LÆKNABLAÐIÐ
52. árg, Febrúar 1966
rELAGSPRENTSMIÐIAN H.F.
BÓKASAFN FYRIR
LÆKNADEILDINA OG
LÆKNADEILDARHÚS.
Bóka- og timaritakostur
hvers háskóla er ein megin-
forsenda ])ess, að kennsla og
visindi þróist og blómgist inn-
an veggja skólans. Þetta á i
eðli sínu e. t. v. engu fremur
við læknisfræði en liverja aðra
fræðigrein, sem stunduð er í
háskóla. Læknisfræði er hins
vegar svo viðamikil grein og er
nú i slikri framþróun, að skort-
ur hóka cr þar sennilega meira
mein en í flestum vísinda-
greinum öðrum. Segja má, að
um rekstur háskóla sé einungis
tveggja kosta völ: að flvtja
bækur í skólann eða skólann
að hókum. Á íslandi hafa
menn þó þrjózkazt við og
hvorugan kostinn viljað taka,
og er það með ólíkindum. ])ví
að hér hefur löngum verið
bókvís þjóð og öll vor frægð
er við bókmennt bundin.
Háskólabókasafn hefur ver-
ið vanrækt úr hófi fram. Er
svo að skilja, að safnið hafi
árum saman lifað á snöpum
og því ekki veitt fé frekar en
það væri ekki til. Segja má, að
sök þessa sé ekki öll hjá
stjórnvöldum, heldur og að
nokkru lijá ráðamönnum Há-
skólans. Nú er þó að ætla, að
nokkuð rofi til, enda er farið
að huga að endurbótum á Há-
skólabókasafninu og hversu
megi reka það í sambandi við
Landsbókasafn. Er og vel, að
núverandi rektor Háskólans
hefur á þessu máli vakandi á-
liuga. Vafalaust er þó hér að-
allega lnigsað um Háskóla-
bókasafn sem safn fyrir liug-
visindi. Er því vafasamt, hvort
að marki rýmkaðist um liag
læknisfræði og skvldra fræði-
greina, nema lil kæmi nýtt
hókasafn.
Allmjög hefur verið látið
liggja að því, að endurskipu-
leggja þyrfti kennslu i læknis-
fræði við Iiáskóla Íslands. Þá
er og i undirbúningi, að reist
verði hús, svokallað lækna-
deildarhús, er rúmi kennslu-
starfsemi í fvrsta hluta lækna-
náms og einnig i miðhluta og
i síðasta hluta að nokkru levti.
Þó virðist svo sem því hafi lítt
verið gaumur gefinn í þessu
sambandi, að kennsla í læknis-
fræði og eðlileg vísindastarf-
semi i tengslum við kennsl-
una nær litlum þrifum, þar
sem skortur er bóka og tíma-
rita. Hér á landi er skortur
bóka og tímarita um lækn-
isfræðileg efni slíkur, að