Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 50
20 L Æ K N A B L A Ð I 1) fyrir fámenna fundi. Þar flutti Tapani Kosonen erindi um finnska læknafélagið og starfsemi þess. Eftir erindið voru fyrirspurnir og umræður. Fara hér á eftir nokkur meginatriði úr erindinu og um- ræðunum. Starfsemi í Finnlandi eru nú um 3600 læknar, en íbúar i finnska landinu eru um 6 milljónir, þ. e. einn læknir á 1260 læknafélagsins. íbúa, og telst það skortur á læknum. Um árið 1980 er gert ráð fyrir, að einn læknir verði á 500 íbúa. Læknafjölgunin er um 5,3% árlega af læknatölunni. Finnskir lækna stúdentar stunda nám við þrjá háskóla í Finnlandi, en einnig nokkuð í Svíþjóð og Þýzkalandi. Störfum lækna í Finnlandi er þannig háttað, að 7% stunda sjálf- stæð störf eingöngu (prívat praxís), 80% eru í launuðum stöðum að meira eða minna leyti sem héraðslæknar, sjúkrahúslæknar eða starf- andi við aðrar heilbrigðisstofnanir. Læknar við sjúkrahúsin stunda oftast jafnframt lækningar utan þeirra (almennar lækningar eða sér- fræðistörf). Læknafélagið hefur tekið þá stefnu að semja við hvert sveitar- félag fyrir sig um kjör lækna, en ekki við ríkið sem heild. Læknar telja, að með þessu móti hafi héruðin betra tækifæri til þess að koma fram með sín sérstöku sjónarmið, betri samningar náist fyrir lækn- ana og héruðin eigi auðveldara með að gera vel við þá lækna, sem þau vilji hafa. Þau eru þannig að nokkru leyti gerð ábyrg fyrir því, hvort þau fá lækna eða ekki. Héraðslæknar vinna yfirleitt eftir gjaldskrá, sem samið er um fyrir hvert sveitarfélag um sig, en aðrir læknar hafa enga ákveðna gjaldskrá. Gjöld, sem almennir starfandi læknar og sérfræðingar taku, eru alls staðar mjög lík og byggjast á samkomulagi og gagnkvæmum upplýsingum, sem læknarnir hafa sín á milli. Læknasamtökin þurfa yfirleitt ekki að láta þessi mál til sín taka. Læknafélagið sér árlega um fræðsluviku fyrir almenna lækna, og eru þar flutt erindi um margs konar efni. Einnig sýna lyfjaverk- smiðjur og lækningatækjaverksmiðjur framleiðslu sína. Læknafélagið kemur því þannig fyrir, að verksmiðjur, sem sýna á námskeiðinu, bera fjárhagslegan kostnað þess. Venjulega sækja 7—800 læknar námskeið þetta, og eru flestir héraðslæknar eða almennir heimilislæknar utan Helsinki. Meðan þessi námskeið standa eru gefin leyfi í öllum fyrirlestr- um hjá elztu stúdentum í læknaskólanum í Helsinki, en þeir fara út á land og gegna störfum fyrir þá, sem sækja læknavikuna. Héruðin sjálf greiða allan ferðakostnað og laun þessara staðgengla, og einnig fá hinir, sem sækja læknavikuna, ferðastyrk frá því héraði, sem þeir starfa í. Læknafélagið hefur um 20 manna starfslið á skrifstofu sinni, þ. á m. eru tveir læknar og þrír lögfræðingar. Allmargar nefndir eru starfandi á vegum félagsins og eru nöfn og starfssvið þeirra nokkuð svipuð og nú gerist hjá Læknafélagi Reykjavikur. Nefndir félaganna virðast aðallega starfa sem framkvæmdaráð, en öll önnur vinna er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.