Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 49
L Æ K X A B L A Ð I Ð
19
Gjald fyrir sérfræðivinnu hefur hækkað um 25% á eins árs tíma-
bili vegna almennra verðhækkana í Danmörku. Samningar lækna eru
tengdir hinu almenna verðlagi og hækka sjálfkrafa með því, án upp-
sagnar.
Röntgenþjónusta utan Kaupmannahafnar er yfirleitt á röntgen-
deildum sjúkrahúsanna. Þar er biðtími oft langur, allt að einn mán-
uður, en lengsti biðtími á einkastofum í Kaupmannahöfn er vika.
Tekjur Fyrir árið 1964 var talið eðlilegt, að læknir í Kaupmanna-
lækna. höfn, sem hefði um 1500 númer (með númerum er talið
fólk eldra en 16 ára), hefði 120 þús. kr. í brúttótekjur; þar
af 90—100 þús. kr. fyrir almenn heimilislæknisstörf, fyrir vottorð o.
fl. 10 þús. kr. og fyrir heilsugæzlustörf 10—20 þús. kr.
Heimilislæknar fá hærri greiðslur fyrir hvert númer í A-flokki en
samsvarandi einingu í B-flokki. Sé hins vegar miðað við vinnutíma,
fá þeir um 20% hærri greiðslur fyrir B-flokkinn. Sjúklingar í B-flokki
ieita lækna allmiklu minna en fólk í A-flokki.
Reksturskostnaður er talinn um 25% af heildarkostnaði. Þriðj-
ungur lækna í Kaupmannahöfn hefur hjúkrunarkonur til aðstoðar á
stofum og borgar þeim fyrir dagvinnu 14 kr. danskar á klst,.
Læknir með þessar tekjur greiðir 35—40 þús. kr. í skatta. Vegna
verðhækkana hafa tekjur lækna í Danmörku hækkað frá 1964—'65
um 25%.
Læknar mega draga frá skatti % af bílkostnaði, þ. e. 75% er tal-
inn kostnaður við læknisstörf og 25% vegna einkaafnota. Um bíla-
verð er það að segja, að Volkswagen-bíll í Danmörku kostar 16 þús.
kr. danskar, og er sama verð á honum til lækna og annarra borgata.
Hópsamvinna í Danmörku er engin skipulögð hópsamvinna lækna,
lækna. og virðist sem læknar í Kaupmannahöfn hafi fremur
lítinn áhuga á þessu fyrirkomulagi, einkum vegna
þess, að þeir telja, að slíkt mundi hafa í för með sér hækkaðan rekst-
urskostnað, sem þeir yrðu að greiða úr eigin vasa og án þess að sjúkra-
samlög tækju þátt í því.
Utan Kaupmannahafnar eru dæmi til þess, að læknar hafa mynd-
að smásamstarfsfélög, þar sem þeir hafa sameiginlegt húsnæði, að-
stoð og símþjónustu, en hver hefur sína lækningastarfsemi þrátt fyr-
ir það alveg út af fyrir sig, bæði hvað sjúklinga og fjárhag snertir.
Það er einkum á Falstri, sem þessi hópsamvinna hefur verið tekin upp.
Danska læknafélagið hefur ekki neinar fyrirætlanir um að beita
sér fyrir því, að tekin verði upp hópsamvinna lækna í náinni fram-
tið, hvorki að því er við kemur heimilislæknum né sérfræðingum.
FINNLAND.
Við komum til Helsinki um hádegi 12. nóvember. Var þar tekið
á móti okkur af fulltrúum finnska læknafélagsins, og þeir sýndu gest-
unum skrifstofur félagsins og útskýrðu starfsemi þeirra. Síðan vai
setzt í fundarsal, sem er í sambandi við skrifstofurnar og læknar noto