Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 30
2
L Æ K N A B L A Ð 11)
vann tvö ár sem aðstoðarlæknir við Ivflæknisdeild Landspítal-
ans (1955 og 1956). Frá 1956 starfaði hann við blóðsegavarna-
deild Landspitalans.
Olafur gjörðist praktíserandi sérfræðingur í lungnasjúk-
dómum í Rejrkjavík 1949 og hlaut viðurkenningu sem sérfræð-
ingur í lyflækningum 1957. Hann var skipaður prófdómari
við próf i lyflæknisfræði við lláskóla íslands árið 1961.
Ólafur Geirsson fór nokkrar námsferðir til útlanda til
frekari menntunar í sérgreinum sínum. Árið 1948 fór hann til
Danmerkur og kynnti sér lungnasjúkdóma og' herklasjúk-
dóma sérstaklega. Árið 1955 fór hann til Englands, Belgíu,
Danmerkur og Noregs og kynnti sér ])á lungnasjúkdóma, en
að auki sérstaklega segavarnir, sem beitt er við kransæða-
sjúkdómum. Var hann fyrsti íslenzki læknirinn, sem aflaði
sér sérfræðilegrar þekkingar á þessari meðferð og sá um
undirbúning og byrjun hennar hér á landi. Árið 1960 mætíi
hann á þingi lyflækna og berklalækna i Ósló og hélt þar er-
indi um segavarnir gegn kransæðasjúkdómum. Árið 1961 fór
hann námsferð til Englands og Norðurlandanna til að kvnna
sér nýjungar í sérgreinum sínum.
Ólafur var kosinn ritari Læknafélags Reykjavíkur 1948—
1950 og ritari Læknafélags íslands 1957—1961. Hann var aðal-
ritstjóri Læknahlaðsins í 12 ár (1942—1954) og meðritstjóri
9 ár (1957 til dauðadags). Hefur hann ]>ví selið langlengst
allra islenzkra lækna sem ritstjóri Læknablaðsins.
Ólafur ritaði ýmsar greinar í læknarit, bæði um lungna-
berkla og á siðari árunum um segavarnir gegn kransæðasjúk-
dómum. Hann fékkst töluvert við þýðingar á læknisfræðileg-
um greinum, aðallega í Læknablaðið, en einnig önnur rit, svo
sem Hjúkrunarblaðið, Heilbrigt lif og Berklavörn. Hann snar-
aði á íslenzku bókinni „Manneldi og heilsufar í fornöld“ eftir
Skúla Guðjónsson prófessor. Kom liún út í Revkjavík 1949.
Einnig sneri hann á íslenzku kaflanum um sjúkdóma í önd-
unarfærum í bókinni „Heilsurækt og marinamein", sem út kom
1943, og enn fremur kaflanum um öndunina í „Bókinni um
manninn“, sem út var gefin 1946.
Með Ólafi er genginn merkur maður úr íslenzkri lækna-
stétt, sem með fágaðri og karhnannlegri framkomu sinni, skörp-
um skilningi, næmri athyglisgáfu, tillitssemi og meðfæddri
hlédrægni laðaði menn að sér. Vegna staðgóðrar þekkingar
hans á mönnum og málefnum var mjög eðlilegt, að til hans