Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 58
28
LÆKNABLAÐIÐ
allur er mjög nýtízkulegur í sniðum. Þar eru þrjár sjúkradeildir,
hver með 25 rúmum. Geislalækningadeildin sjálf er á neðstu hæð i
jörðu niðri. Þá var okkur sýndur stór spítali, sem nýlega var lokið við
að reisa (sjá mynd), en fyrirhugað var að hann tæki til starfa eftir
fáar vikur. Aðalbyggingin er 15 hæðir ofan jarðar, en 2—3 neðan
jarðar. Allmiklar útbyggingar eru við aðalbygginguna, en þar eru
rannsóknastofur fyrir meinefnafræði og blóðmeinafræði. Þar eru
»*#B«*j****i*
SlMM*
|*««««*
L«».«»*.......
!„„„«>»» ******
„»„*„«»*1
,»»„ *««»«•1
’ !•***■*1
„»„.*»■«■«
„„„|**«**«!
■ .‘íif ílt(« ITtU*
IIIBBIBH
- 3S !8 í
8-
ZSPni
Nýr 1000-rúma spítali, Mejlans-klinik, í Helsinki.
einnig skurðstofur og þrír stórir fyrirlestrasalir, sem eru mjög ný-
tízkulegir og vel búnir tækjum, m. a. útbúnaði fyrir litsjónvarp, þann-
ig að fyrirhugað er að sýna þar skurðaðgerðir á tjaldi, um leið og
þær fara fram á skurðstofunni. Þessi tæki eru í stærsta salnum, en
í honum eru sæti fyrir 180 stúdenta. í útbyggingunni er einnig mjög'
stór röntgendeild og geysistórar lækningastöðvar (poliklinik) fyrir
lyflækningar og handlækningar. í aðalháhýsinu eru 30 sjúkradeildir,
hver með 33 rúmum, alls um 1000 rúm. Búið var að koma fyrir tækj-
um og húsbúnaði öllum, bæði í vinnu- og sjúkrastofum. Rúm voru öll
á hjólum og hægt að nota þau sem „ambulansa“. Gormdýnur voru
engar í rúmunum, heldur trébotn og þar ofan á plastfroðudýnur.
Framkvæmdastjóri spítalans, sem er lögfræðingur, sýndi okkur
húsið. Spurðum við hann ýmissa spurninga, sem hann svaraði greið-
lega, þ. á m. hversu langan tíma hefði tekið að reisa þetta mikla stór-
hýsi.
Byrjað var að teikna húsið 1958 og var því lokið 1963, en þá var
einnig lokið við að undirbúa grunninn fyrir allt húsið. Hófust þá
byggingaframkvæmdir, og var þeim lokið í október 1965. Það tók