Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ
15
FERÐ TIL NORÐURLANDA
OG ENGLANDS
Skýrsla sendinefndar læknafélaganna í nóvember 1965
Flestum er ljóst — og hefur verið um árabil, að læknisþjón-
ustu, bæði i dreifbýli og þéttbýli, er í ýmsu ábótavant lijá okkur.
Einkum má telja, að mikið vanti á, að nýting læknisins til læknis-
starfa sé sem bezt; í dreifbýlinu vegna fámennis og stórrar yfir-
ferðar héraðanna, en í þéttbýlinu fyrst og fremst sökum annmarka
á skipulagningu í störfum hinna praktíserandi lækna og samvinnu
þeirra um nýtingu húsnæðis, aðstoðarfólks og hvers konar rann-
sóknaþjónustu.
í nýju læknaskipunarlögunum er gert ráð fyrir mögulcikum
til breytinga á skipan liéraða i þá átt, að samstarfshópar geti mynd-
azt, a. m. k. sums staðar í dreifbýlinu.
í Reykjavík liefur Læknafélag Reykjavikur látið sig skipulagn-
ingu læknisþjónustunnar talsvert varða á undanförnum árum. Má
þar nefna læknisþjónustunefnd félagsins, sem starfað liefur í nolck-
ur ár. A vegum Reykjavíkurborgar hefur einnig starfað nefnd um
það bil hálft annað ár, er fjatlar um skipulag læknisþjónustu borg-
arinnar. Loks skal þess getið, að læknar i Reykjavík hafa sjálfir
gert ýmsar ráðstafanir til hagræðingar læknisþjónustu á stofum
sínum, cnda þótt ekki sé enn starfandi hópsamvinna í eiginlegustu
merkingu þess orðs. Slíkur samstarfshópur mun þó væntanlega
hefja starfsemi í Donius Medica á þessu ári.
Talsverð athugun og reynsla á ástandinu var því fyrir liendi,
og skilningur á nauðsyn þess að kanna æskitega þróun skipulagn-
ingar læknisþjónustunnar kom m. a. fram i eftirfarandi tillögu, sem
Læknafélag Reykjavíkur lagði fyrir aðalfund Læknafélags íslands
á síðastliðnu sumri: „Aðalfundur L. í., lialdinn í Reykjavík 24.—25.
júní 19G5, ályktar að fela stjórninni að liafa samráð við stjórn L. R.
og læknisþjónustunefnd Reykjavíkurborgar um könnun á fyrir-
konnilagi læknastöðva í nágrannalöndunum með tilliti til endur-
skipulagningar læknisþjónustu í dreifbýli og þéttbýli hérlendis."
I>essi tillaga var samþykkt einróma.
Stjórn L. í. taldi þetta mikilvægt mál, sem hrinda þyríli i
framkvæmd tafarlítið. Var mjög bráðlega eftir aðalfund hafin al-
hugun á þvi, hvernig sem mestar upplýsingar og gagn fengjust af
slíkri könnun. Ljóst var, að nauðsynlegt yrði að senda nefnd lækna
til þess að skoða lækningastöðvar í nágrannalöndunum og ræða
við þá aðila, sem mest kynni liefðu af rekstri slíkra stöðva og
grundvellinum fyrir þeim. Jafnljóst var, að æskilegt væri, að lækn-
isþjónustunefnd Reykjavíkurborgar yrði tryggð þátttaka í slikri
kynnisför.