Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 68
LÆKNABLAÐIÐ 38 Þessar tryggingar eru aðskildar, en flestir taka bæði líf- og slysa- tryggingu. Iðgjöld fyrir báðar tryggingarnar eru 360 krónur á ári. í sjúkratryggingunni eru greiddar 900 krónur á mánuði, en mán- aðarbiðtími er, áður en greiðslur hefjast. Iðgjald er 185 krónur á ári. Um 90% sænskra lækna hafa ábyrgðartryggingar vegna skaða- bótaskyldu í starfi. Kandídatar taka einnig slíkar tryggingar hjá fé- laginu, þar eð þeir bera ábyrgð á þeim störfum, er þeim er ætlað að leysa af hendi. Allir sjóðir tryggingafélagsins nema nú um 75 milljónum krór.a. Sparis'jóðurinn annast venjuleg lánsviðskipti til lækna í sambandi við byggingar, lækningastofur, áhöld til reksturs og þvíumlíkt. Há- markslán, sem'hver læknir getur fengið, er 40 þús. krónur. Lengstu lánin eru til 12 ára og útlánsvextir V\—¥2% lægri en hjá öðrum lána: stofnunum. Tryggingaiðgjöld þessa félags eru yfirleitt 10% lægri en annarra tryggingafélaga. Selefa. Að lokum skoðuðum við svo Sveriges Lákarförbunds För- sáljnings A/B, Selefa. Það er innkaupasamband læknanna og hittum við forstjórann, Karl Esbjörnsson, og skoðuðum húsnæði og birgðastöð. Félagið sér um að útvega læknum hvaðeina, sem þeir þarfnast til starfa sinna, frá eyðublöðum til húsgagna á lækningastofur. Allt hneigist meir í þá átt að kaupa ódýr áhöld, sem aðeins eru notuð einu sinni. Sænskir læknar láta fyrirtækið sjá um mikið af innkaupum fyrir sig. Auk þess hefur fyrirtækið ávallt birgðir af venjulegum rekstrarvörum. Veltan er nú um 6—7 milljónir á ári. Öll skipulagning sænska læknafélagsins á móttöku okkar og öll fyrirgreiðsla félagsins við okkur var frábær, og lögðu þeir kapp á að kynna okkur á þessum stutta tíma sem flesta þætti starfsemi sinnar, en fleira verður ekki rakið hér. ENGLAND. Til London komum við svo 17. nóvember um kvöldið og fórum morguninn eftir til Harlow, sem er iðnaðarbær nokkurn veginn miðja vega milli London og Cambridge. Borg í Harlow er ný borg. Árið 1947 var sett á laggirnar nefnd smíðum. til að gera áætlun um byggingu hennar. Hún átti að vera sjálfstæður bær, aðgreindur frá nálægum borgum, og há- mark íbúatölunnar 80 þúsund. Borginni er skipt í sex einingar, og liggja aðalumferðagöturnar milli þessara svæða. í hverri einingu er verzlunarhverfi, skóli og heilsugæzlustöð (Health Center). í þessum stöðvum vinna almennir læknar, sem auk lækninganna sjá um heilsu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.