Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 44
14
LÆKNABLAÐIÐ
Háskólinn býr við þrengsli.
Við tilkomu læknadeildarhúss
mundi læknadeildin flvtjast
með öllu úr aðalbyggingunni.
Þannig myndi stórlega rýmk-
ast um þær deildir, sem kvrr-
ar yrðu. Bygging læknadeild-
artiúss er því ekki stórmál ein-
göngu fyrir læknadeildina,
heldur og fyrir Háskólann í
beild. Mál, sem er Háskólanum
mjög mikilvægt, blýtur um
leið að vera stórmál fyrir alla
landsmenn, enda stendur skrif-
að, að vísindin efli alla dáð.
Vísasla leiðin til þess að
hrinda stórmálum í fram-
kvæmd er að taka fé að láni
utan lands eða innan. Þannig
er tekið fé að láni til stórfram-
kvæmda á sviði vegamála og
raforkumála. Engu minni á-
stæða ætti að vera til þess að
fara á stúfana um lán til meiri
háltar framkvæmda á sviði
heilbrigðismála og mennta-
mála, er varða þjóðina alla.
Lánlaka til byggingar lækna-
deildarhúss og bókasafns vrði
því bezta lausnin til þess að
brinda af stað og ljúka þessum
framkvæmdum á fáum árum.
Þó má ekki gleyma þvi, að
til eru erlendis auðugir sjóðir,
sem kenndir eru við einstaka
auðmenn eða auðfyrirtæki, er
stundum veila fé til stórfram-
kvæmda á sviði heilbrigðis-
mála og menntamála. Slik
framlög eru oft bundin við
mótvirðisframlög úr liendi við-
komandi ríkisstjórnar. Vel
kæmi þetta úrræði til álita hér.
Skoðun ritstjórnar I.ækna-
blaðsins er sú, að allra bragða
beri að leita til þess að hefja
og ljúka við þær bygginga-
framkvæmdir, er bér ræðir
um.