Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 52
22 LÆKNABLAÐIÐ hætti, að tryggingarnar greiða helminginn af verði þeirra lyfja, sem læknar skrifa lyfseðil fyrir, þó þannig, að sjúklingurinn greiðir fyrstu fjögur mörkin í hvert skipti. Af röntgenmyndum greiða tryggingarnar 75%, en sjúklingur greiðir þó sex fyrstu mörkin sjálfur. Tryggingarnar greiða ferðakostnað fyrir sjúklinga, þannig að við fyrstu ferð greiðir sjúklingur fimm fyrstu mörkin, en fær hitt endurgreitt. Við síðari ferðir greiðir sjúklingurinn 2% mark. Þá eru einnig greiddir sjúkradagpeningar og fæðingarstyrkir. Ekki er enn vitað, hvernig samið verður við læknana, en talið er líklegt, að þeim verði ekki sett ákveðin gjaldskrá, heldur fari endur- greiðslur eftir gjaldskrá, sem tryggingarnar semja. Trygginga- Þá var allmikið rætt um tryggingamál lækna á Norö- mál Iækna. urlöndum, og skýrðu finnsku læknarnir frá því, að á síðastliðnu ári hefði verið komið á hóptryggingu hjá finnskum læknum, og tekur hún til lækna, sem eru undir 65 ára. Engin skylda er fyrir félaga að taka þátt í tryggingu þessari, en leynslan varð sú, að 82% allra finnskra lækna, sem þess áttu kost, tóku þátt í tryggingunni. Tryggingarupphæðin er 6500 dollarar, en ársiðgjald 40 dollarar. Iðgjaldið var reiknað út eftir meðalaldri þess hóps, sem taka vildi þátt í tryggingunni, og var meðalaldur 40 ár. Tryggingabætur eru greiddar við dauða eða fullkomna örorku, er verður innan 65 ára aldurs, og greiðast þá fullar bætur. Milli 65 og 70 ára aldurs greiðist aðeins hluti af bótum, og eftir 70 ára aldur greiðast eingöngu 75 dollarar í hverju einstöku tilfelli, og skoöast það sem jarðarfararstyrkur. Hér er um tímabundna líftryggingu að ræða, enda iðgjaldið miðað við það. Töldu læknarnir, að iðgjaldið væri um það bil helmingi lægra en hægt hefði verið að fá fyrir einstakling fyrir sams konar tryggingu á frjálsum markaði. Norsku fulltrúarnir skýrðu frá fyrirkomulagi á tryggingamál- um lækna í Noregi, sem er með þeim hætti, að læknafélagið fær 5% af launum þeirra lækna, sem eru í föstum stöðum eða vinna skv. samningum félagsins. Þetta fé er notað til greiðslu á sjúkra- og líí- eyristryggingu fyrir lækna, og fá þeir sjúkrabætur, ef þeir eru óvinnu- færir meira en 30 daga, en lífeyristryggingin er nú 20 þús. norskar krónur, er greiðist sem dánarbætur eða eftirlaun frá 70 ára aldri; einnig greiðist þetta sem eftirlaun, ef hlutaðeigandi verður óvinnufær, áður en aldurstakmarki er náð. Eftirlaunin eru 20 þús. kr. á ári, en ekkjur lækna fá 12 þús. kr. á ári. Trygging þessi er því jafnframt ekknasjóður norskra lækna. í Danmörku borga sjúkrasamlögin læknafélaginu þrjú þúsund kr. á ári sem tryggingafé fyrir hvern lækni, en læknafélagið kaupir líf- eyristryggingu fyrir þessa upphæð hjá tryggingafélagi því, sem það semur við. Lífeyrisgreiðsla hefst yfirleitt við 70 ára aldur. Rætt var nokkuð um þau vandkvæði að láta lífeyrissjóðina fylgj- ast með verðbólgunni. Töldu norsku læknarnir, að heppilegra væri, að tryggingariðgjaldið væri hundraðshluti af launum, á þann hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.