Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ
35
usta, en öll viðtöl eru eftir tímapöntun. Hver eining var lokuð og
dyrasími til hjúkrunarkonu, sem sjálf hleypir sjúklingi inn.
Mikil áherzla virtist hvarvetna lögð á að skapa viðfelldið and-
rúmsloft og má burt svip stofnunar, t. d. með því að hafa biðstofui
litlar og með notalegum húsgögnum, teppum á gólfum, málverkum
og blómum. Viðtalsherbergi læknanna eru einnig útbúin mjög' vist-
lega, en fremur lítil. Öll tæki og húsgögn virtust vönduð og nýtizku-
leg.
Barnadeildin var þannig útbúin, að unnt var að taka sér móti
börnum með næma sjúkdóma eða með hita af óþekktum orsökum tii
að koma í veg fyrir smitun. Læknir þar lagði áherzlu á gagnsemi
þessa, til þess að hægt væri að fá veik börn á stofuna og skoða þau
þar í stað þess að fara í vitjanir. Kvað hann unnt að fækka vitjunum
til barna til muna með þessu fyrirkomulagi á móttöku.
Kvensjúkdómadeildin var mjög stór, um 100 m2. Þar starfaði
einn læknir. Móttökur þar voru 20—30 á dag. Deildin skiptist í bið-
stofu, móttökuherbergi hjúkrunarkonu, viðtalsstofu læknis, tvö skoð-
Læknahúsið í Uppsölum.
unarherbergi, og var annað mun stærra og ætlað til smáaðgerða; lítið
sótthreinsunarherbergi, litla rannsóknarstofu og snyrtiherbergi, og
var skápur milli snyrtiherbergis og rannsóknarstofu, þar sem sjúkling-
ur gat stungið inn þvagsýni.
Skurðdeildin var mjög stór og ætlazt til, að þar væru tveir lækn-
ar, en aðeins annar hefur tekið til starfa. Þar voru mjög rúmgóðar
viðtals- og skoðanastofur og allvel búin skurðstofa.
Á röntgendeildinni starfaði einn læknir. Rannsóknir á ári eru
um 6000, og auk þess nokkur röntgenmeðferð, aðallega húðsjúkdóm-
ar og slitgikt. Deildin fær um 90% af sínum sjúklingum frá lækn-
um hússins.
Öllu í röntgendeild virtist fyrirkomið mjög vel og stefnt að því