Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 77
I. /E K X A B L A í) IÐ
45
er líka yfirleitt dauðhreinsaður í kössum, sem síðan eru settir í
bréfpoka, og þeim svo lokað með hita. í hvern kassa var raðað áhöld-
um, umbúðum og öðru, sem þurfti fyrir hverja ákveðna aðgerð.
Læknarnir ræddu ýmis atriði í sambandi við almennar lækning-
ar og samband almennra heimilislækna og sérfræðinga, sem þeir
töldu mjög mikilvægt. Auk almennra læknisstarfa vinna þessir lækn-
ar við mæðra- og ungbarnavernd og fá fyrir það aukagreiðslur.
Flestir læknar hafa tvö til þrjú þúsund sjúklinga og töldu það
of mikið, tvö þúsund væri hæfilegt hámark fyrir almennan heimilis-
lækni.
Einn af læknunum, sem þarna var staddur, hafði unnið í iðn-
aðarhéruðunum norður í landi um árabil, og sagði hann, að vinnan
þar væri svo miklu erfiðari en í Suður-London, að vart væri sam-
bærilegt. Hann sagðist þá oft hafa farið í 30—40 vitjanir á dag, einn-
ig haft mikinn fjölda á stofu og vinnudagurinn hefði venjulega verið
frá kl. 8 á morgnana til kl. 9 eða 10 á kvöldin, og auk þess hefði hann
orðið að sinna vöktum.
Nokkuð var rætt um vottorð og hvort skrifa ætti sjúkdómsgrein-
ingu á vottorðin. Fannst læknunum það sjálfsagt og eðlilegt undir
flestöllum kringumstæðum. Þó töldu þeir, að í vissum tilvikum, t. d.
í sambandi við kynsjúkdóma og geðveiki, væri réttara að koma upp-
lýsingum eftir öðrum leiðum, og væri í rauninni gert ráð fyrir því
á hinum opinberu vottorðum, að í einstöku tilvikum þyrfti læknirinn
ekki að skrá hinn raunverulega sjúkdóm á vottorðið, heldur gæti að-
eins skrifað þar „af heilsufarslegum ástæðum“ og sent trúnaðarupp-
lýsingar á öðru eyðublaði til hlutaðeigandi opinberra aðila í trygg-
ingakerfinu.
Dr. R. A. Pallister, starfsmaður brezka læknafélagsins (B.M.A.),
skipulagði dvöl okkar í Englandi, og brást það ekki, að við nutum
hvarvetna hinnar ljúfmannlegustu fyrirgréiðslu heimamanna.
Niðurlagsorð. Rétt þótti að gefa allnákvæma skýrslu um þetta ferða-
lag, ef það, sem við sáum og heyrðum um skipulagn-
ingu almennrar læknisþjónustu í fjórum löndum, mætti verða til
fróðleiks og jafnvel einhvers gagns þeim, sem um slík mál eiga að
fjalla hér á landi í náinni framtíð. Á þessum vettvangi munum við
engan dóm á það leggja, hvað úr reynslu grannþjóðanna okkur beri að
hagnýta og hver víti þurfi helzt að varast.
Arinbjörn Kolbeinsson,
Páll Sigurðsson,
Þórarinn Guðnason.