Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 59
L Æ K N A B L A Ð I Ð 29 fimm ár að teikna þetta hús, en tvö ár og tvo mánuði að reisa það. Þótti öllum vel af sér vikið að reisa slíkt stórhýsi á svo skömmum tíma. Ríkið leggur allt fé til byggingarinnar, en um rekstur spítalanna sjá Helsinki-borg, héruðin í kring um höfuðborgina og háskólinn. Lækna- Svo sem áður segir, efnir finnska læknafélagið til nám- námskeið. skeiðs fyrir almenna starfandi lækna árlega. Síðdegis þennan sunnudag var námskeið ársins 1965 sett og vorum við gestir við þá athöfn. Námskeiðið fer fram í tækniháskólanum og tekur læknafélagið húsnæði á leigu fyrir vægt gjald, en endurleigir svo hluta af því fyrir sýningarsvæði lyfjaverksmiðja og lækninga- tækjaframleiðenda. Hafinn er undirbúningur að námskeiði þessu í maí, og eru þá rituð bi'éf til lyfjaverksmiðja og annarra fyrirtækja, sem líklegt er, að taka vilji þátt í sýningum á námskeiðinu. í september eða byrjun október er síðan tekin lokaákvörðun um það, hverjir fái að setja þar u.pp sýningar. Hverjum er úthlutað hæfilegu húsnæði eða sýningarbás fyrir vörur sínar. Ráðinn er sérstakur framkvæmdastjóri fyrir sýn- ingarnar og arkitekt, sem sér um fyrirkomulag sýninganna. Þarna sýna bæði erlendir og innlendir lyfjaframleiðendur. Venjulegt verð á sýningarsvæði eru 300 finnsk mörk fyrir fyrsta fermetra, en 150 mörk á næstu tvo, og venjulega 100 mörk á hvern fermetra þar fram yfir. Gefin er út sérstök sýningarskrá og dagskrá fyrir læknavikuna. Þar auglýsa læknaverksmiðjur, og kostar hver venjuleg síða í bók- inni 400 finnsk mörk, og er það sama verð og í tímaritum finnska læknafélagsins. Dýrasta auglýsingin í sýningarskránni kostaði 1000 mörk. Flestir þátttakendur eru þarna alla vikuna og borga 60 mörk í þátttökugjald. Þeir, sem flytja fyrirlestra á fræðsluvikunni, fá 1000 mörk í þóknun fyrir hvern fyrirlestur. Námskeið þessi eru vel sótt og mjög vinsæl meðal finnskra lækna. Þátttakendur eru að jafnaði um 7000. Leiðsögumenn fylgdu okkur um sýningarsvæðið, en erfitt var að átta sig til hlítar á lyfjasýningun- um, þar sem allar upplýsingar voru á finnsku. Þetta var lokaþáttur heimsóknarinnar til Helsinki og var þá um kvöldið haldið til Stokkhólms. Móttökur finnsku læknanna voru með ágætum og allt gert til þess, að tíminn notaðist sem bezt og dvölin yrði okkur jafnframt sem ánægjulegust. SVÍÞJÓÐ. Við komum til Stokkhólms 14. nóvember. Sænska læknafélagið, Sveriges Lákarförbund, annaðist móttöku okkar í Svíþjóð og skipu- lagði heimsóknir í stofnanir þess í Stokkhólmi og Uppsölum. Við rædd- um við framkvæmdastjóra félagsins, dr. Sture Járnmark, en aðal leiðsögumaður okkar og hjálparhella í ferðinni var starfsmaður fé- lagsins, civilekonom Sten Övergaard, og eru flestar upplýsingar þær er hér birtast frá honum fengnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.