Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 195 því iim að ræða 15 sjúklinga, sem nánar verður vikið að hér á eftir. Þcss skal getið, að í sjúkraskýrslum fundust upplýsingar um sjúkl- ing, er látizt liafði eftir að hafa drukkið tríklóretýlen og svokallað- an cellulósaþynni. Sjúklingi þessum er sleppt hér. Upplýsinga var leitað um sölu tetraklórmetans, tríklóretýlens og tetraklóretýlens í fimm elztu apótekum í Reykjavík, svo og í Lyfjaverzlun ríkisins. Allmiklum örðugleikum var bundið að afla gagna um sölu þessara efna fyrir 1952. Því verður hér eingöngu stuðzt við söluskýrslur áranna 1952—64 að báðum árum meðtöld- um. A. Eitranir af völdum tetraklórmetans Líkur licnda til j)css, svo sem aður segir, að 11 menn hafi veikzt af tetraklórmetaneitrun í Reykjavík og nágrenni á árunum 1945—1964. Niðurstöðutölur helzlu meinafræðilegra rannsókna, er gerðar voru á þessum sjúklingum, svo og ýmsar aðrar upplýs- ingar, er að þeim lúta og máli skipta, eru sýndar í 1. töflu. Sjúkra- sögur þessara manna verða síðan raktar í stuttu máli hér á eftir. Fyrst verður vikið að sjúklingum X og XI, enda j)ótt þeir sén tald- ir síðastir í safninu, sbr. 1. töflu. Sú er ástæða jæssa, að langbeztar heimildir eru að sjúkrasögum j)essara tveggja manna. Rétt j)ótti því að rekja þær til meiri hlílar en ella er gert hér, enda er og að ætla, að þær séu næsta dæmigerðar um aðdraganda og rás alvar- legra tetraklórmetaneitrana. Sjúklingur X (Þ. /., farmaður; f. 3.12.m3, d. 17.1.1963) Þ. hafði setið að bjórdrykkju ásamt fleirum um borð í skipi sínu sunnudaginn 13.1.1963. Samtímis bjórdrykkjunni vann Þ. að því að hreinsa bletti úr fötum. Til þess notaði hann tetraklórmetan, sem hellt hafði verið á bjórflösku. Þannig atvikaðist, að Þ. saup á tetraklórmetani í misgripum fyrir bjór. Kvaðst hann hafa tekið gúlsopa, en óðara spýtt vökvanum út úr sér. Þó fór eitthvað niður í hann. Þ. setti síðan fingur í kok sér, seldi upp og drakk vatn á eftir. Rjórdiykkjan stóð fram á kvöld, en j)á tók Þ. á sig náðir. Um nóttina kastaði hann upp nokkrum sinnum, en var allhress að morgni 14.1. Honum hrakaði, er á daginn leið og var með upp- köstum. Um kvöldið var hann lagður í Landakotsspítala. Við komuna í spítalann var sj. fölur og ræfilslegur. Hlustun yfir bjarta og lungum leiddi ekkert óeðlilegt í ljós nema það, að hjartsláttur var mjög hraður (tíðni 140/mín.). Blóðþrýstingur var innan eðiilegra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.