Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 86
242
LÆKNABLAÐIÐ
is virk efni þannig úr garði í lyfjaformi, að öruggt sé hverju sinni, aðeig-
inleikar hins virka efnis haldist sem bezt og nýtist, svo sem til er ætlazt
eftir lyfjagjöf. Af eðlilegum ástæðum er augljóst, að lyfjagerð hér á
landi mun seint komast í það horf, að hún geti tekið að sér hlutverk
hinna stóru og reyndu erlendu lyfjaverksmiðja, og er því sérstaklega
varhugavert að skapa með löggjöf hinni innlendu lyfjaframleiðslu ein-
okunaraðstöðu; samkeppni er hollt aðhald í þessum iðnaði sem öðrum.
Hömlur á notkun sérlyfja geta því komið í veg fyrir, að sjúklingar fái
í öllum tilfellum hin beztu lyf, sem annars er völ á. Það er einnig var-
hugavert og óviðeigandi, að það sé sett í vald annarra en starfandi
lækna að hafa áhrif á lyfjameðferð og lækningu sjúkra, taka þannig
óbeint fram fyrir hendurnar á læknum og rýra með því gildi hins al-
menna lækningaleyfis, sem læknirinn hefur öðlazt fyrir þekkingu sína
og reynslu. Verður að gera þá kröfu, að læknum sé jafnan í sjálfsvald
sett að nota þau lyf, sem þeir telja bezt henta.‘
Virðingarfyllst,
f. h. stjórnar L. í.
Ásmundur Brekkan
f. h. stjórnar L. R.
Jón Þorsteinsson.“
Hér að framan hafa verið rakin stuttlega helztu mál, sem stjórnin
hefur fjallað um á liðnu starfsári, en sum atriði í skýrslu þessari verða
nánar skýrð síðar á fundinum.
Ólafur Bjarnason,
form. L. í.