Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 82

Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 82
238 LÆKNABL AÐIB fræðilegu bókasaíni. Enn fremur verði bókasafni Landspítalans tafar- laust komið í lag, og verði þar greiður aðgangur fyrir lækna ríkisspítal- anna að nýjustu árgöngum læknatímarita. Sérmenntaður starfsmaður sjái um þetta safn, og gerð verði skrá um tímarit og bækur, sem til eru í bókasafni hvers ríkisspítala. 9. Settar verði reglur um utanferðir lækna ríkisspítalanna og greiðslur ferðastyrkja í því sambandi og verði reglur þessar annaðhvort settar af ráðuneytinu í samráði við lækna spítalanna eða teknar inn í kjarasamninga við lækna. 10. Hafizt verði handa um að koma á fót skipulegri eftirskoðun sjúklinga, sem vistaðir hafa verið í Landspítalanum, og verði sem allra fyrst bætt úr þeim húsnæðisskorti, sem nú kemur í veg fyrir fullnægj- andi þjónustu að þessu leyti. 11. Vaktþjónusta lækna og tæknimenntaðs aðstoðarfólks við Land- spítalann og Rannsóknastofu Háskólans verði tekin til heildarendur- skoðunar, og beinist sú athugun að því, á hvern hátt sú þjónusta verði bezt af hendi leyst með tilliti til þarfa einstakra deilda. í þessu sam- bandi verði athugaðir möguleikar á því, að stjórn spítalans geti fengið til umráða íbúðir fyrir aðstoðarlækna í næsta nágrenni Landspítalans. 12. Athugun fari fram á því, að hve miklu leyti er þörf fjárfram- laga vegna kostnaðar, sem aukin vísindastörf hafa í för með sér, svo sem vegna tækjakaupa til tilraunastarfa og launagreiðslna til aðstoðar- fólks, svo og hvort slíkur kostnaður yrði borinn af nýjum vísindasjóði eða með öðrum hætti. 13. Sett verði reglugerð um Landspítalann sem háskólaspítala með sérstöku tilliti til: a) aðstöðu til vísindaiðkana, b) kennslu, c) lækningastarfsemi. 14. Lögð verði rík áherzla á að fullgera eigi síðar en á árinu 1969 núverandi viðbyggingu Landspítalans ásamt þeim byggingum, eldhúsi og ketilhúsi, sem nauðsynlegar eru til þess, að unnt sé að nýta viðbygg- inguna til fulls, og verði þessar byggingaframkvæmdir ekki fyrir meiri töfum en orðið er sökum ónógra fjárveitinga. 15. Mörkuð verði heildarstefna í byggingamálum heilbrigðisstofn- ana. Sjúkrahúsalögunum verði breytt í þá átt, að kveðið verði á um gerð áætlunar nokkur ár fram í tímann um það, hvaða tegundir sjúkra- húsa skuli byggðar og af hvaða stærð, enn fremur hvar þau skuli stað- sett og hvernig fjárveitingum til þeirra skuli háttað. 16. Heilbrigðismálaráðuneytið hlutist til um það við þá aðila, sem bygginganefnd Landspítalans þarf að leita til, áður en hún getur gengið frá tillögum sínum um staðsetningu bygginga á Landspítalalóðinni og í hvaða tímaröð þær skuli reistar, að þeir flýti svo sem frekast er kost- ur fyrir starfi bygginganefndarinnar. Þegar ákvörðun hefur verið tek- in um skipulag lóðarinnar, verði síðan stefnt að því að ljúka bygginga- framkvæmdum í stórum áföngum og hverjum áfanga á sem skemmst um tíma. Þegar í upphafi verði haft í huga, að hve miklu leyti unnt sé og æskiiegt að njóta erlendrar sérþekkingar við undirbúning og fram- kvæmdir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.