Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ
213
Við meðferð slíkra eitrana ber og ótvírætt að leggja megináherzlu
á, að jónjafnvægi líkamans raskist ekki. Blóðhreinsun (dialysis)
getur vafalítið komið að góðum notum í slíkum tilvikum og raun-
ar bjargað mannslífum, sbr. Wieth & Jfirgensen (1965). Verður
það tæpast brýnt um of.
Moeschlin (1965) ræddi ýtarlega, hve mjög kalíummagn í
l)lóði er breytilegt við skemmdir í nýrnagöngum af völdum tetra-
klórmetans og annarra efna, er slíkum skemmdum valda. Kalíum
bækkar, um leið og þvagþurrð eykst. Lifi sjúklingar bins vegar
eitrunina af, bjarna frumurnar í nýrnagöngum við, og þeir taka
að láta þvagi á ný. Fyrsta kastið einkennist batinn þó af því, að
þvaglát eru óeðlilega mikil. Samtímis þessu þver kalíum og klóríð
svo, að lífshættulegl getur verið, ef ekki er að gert. Lýsing
Moeschlins kemur vel heim við þær upplýsingar, sem fyrir eru um
sjúkling VII (sjá texta). Raunar má vcl vera, að svipaðar breyt-
ingar hafi orðið í öðrum sjúklingum í safninu, enda þótt ekkert
finnist um það í sjúkraskýrslum.
Ofmagn kalíums getur valdið trul'lun á starfsemi bjartans,
svo sem vel þekkt er (sbr. Warhnrg 1956). Tvö standrit frá sjúkl-
ingi XI (3. og 4. mynd) skýra slíkar breytingar. Á fyrri myndinni
virðist bjartastarfsemi í stórum dráttum vera eðlileg, en á hinni
síðari sjást verulegar breytingar bæði á QRS- og T-bylgjum, sem
einkennandi eru taldar fyrir ofmagn kalíums. Kalíum í plasma
var að minnsta kosti 1.3 millíjafngildi (mecr./l) meira, þeg-
ar síðara standritið var tekið (4. mynd). Ekki virðist þó vera
um beint samband að ræða milli ofmagns kalíums í blóði og breyt-
inga í hjartaritum, sbr. sjúklinga V og VI (sjá texta). Um sjúkl-
ing VII er þess ekki getið í sjúkraskýrslu, að hjartarit bafi verið
tekið.
Atbyglisvert er, hve algeng ölvun virðist vera meðal þeirra, er
veikjast af tetraklórmetaneitrun (sbr. Moon 1949; Allia 1950;
Jacohs & Rosenman 1957; Guild et al. 1958; Dvorácková 1963).
Höfundar þessir gátu samtals 99 manna, er veikzt böl'ðu af tetra-
klórmetaneitrun. 94 þeirra voru annaðbvort drykkjumcnn eða
böfðu verið undir ábrifum áfengis, þegar þeir veiktust. Einungis
fimm urðu ekki við áfengi kenndir. Kemur þetta vel heim við
niðurstöður okkar, bar eð eigi færri en átta af ellefu sjúklingum
böfðu verið undir ábrifum áfengis um sama eða svipað leyti og
j)eir veiktust af tetraklórmetaneitrun (1. tafla).
Segja má, að í þ'essu felist ekkert markvert, enda alkunnugt,