Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 60
222
LÆKNABLAÐIB
')tá lœktium
Eiríkur Páll Sveinsson fékk almennt lækningaleyfi 31. ágúst 1966.
★
Guðmundur Jóhannesson var hinn 31. ágúst 1966 viðurkenndur
sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Hann er fæddur á
Seyðisfirði 27. janúar 1925, varð stúdent frá M. A. 1947 og cand. med.
vorið 1955. Hann var kandídat í Reykjavík 1955—1956, en því næst
héraðslæknir í Bolungarvík 1956—1959. Síðan var hann við sérnám i
Svíþjóð í samtals sjö ár, fyrst í skurðiækningum í tvö ár, en þá í kven-
sjúkdómum og fæðingarhjálp í fimm ár, lengst af í Jönköping, en
síðustu tvö árin aðstoðarlæknir í Gautaborg. Hann var tvívegis um
tíma yfirlæknir í afleysingum á kvensjúkdóma- og fæðingardeild í
Eksjö. Almennt lækningaleyfi 10. desember 1956. Viðurkenndur sér-
fræðingur í Svíþjóð 1965. Guðmundur hefur frá í ágúst síðastliðnum
verið aðstoðarlæknir á fæðingardeild Landspítalans og jafnframt rekið
lækningastofu í Reykjavík síðan í september sl.
★
Ragnar Ásgeirsson, fyrrverandi héraðslæknir í ísafjarðarhéraði,
sem skipaður var héraðslæknir í Hafnarfjarðarhéraði frá 1. júní 1966,
hefur að nýju verið skipaður héraðslæknir í ísafjarðarhéraði frá 1.
október 1966.
★
Þórhallur Ólafsson, fyrrverandi héraðslæknir í Vestmannaeyjum,
opnaði lækningastofu í Reykjavík 1. ágúst 1966.
★
Settir héraðslæknar:
Bakkagerðishérað: Þorsteinn Sigurðsson, héraðslæknir í Norður-
Egilsstaðahéraði, frá 1. október 1966, ásamt sínu eigin héraði.
Hólmavíkurhérað: Sigurður Jónsson cand. med. frá 17. september
1966, ásamt Djúpavíkurhéraði.
Húsavíkurhérað: Bjarni Arngrímsson cand. med frá 21. ágúst 1966.
Gísli G. Auðunsson frá 15. október 1966.
Hvammstangahérað: Helgi Þ. Valdemarsson cand, med., fram-
lenging til 31. desember 1966.
Patreksfjarðarhérað: Gísli Ólafsson frá 4. ágúst 1966.
Þórshafnarhérað: Eggert Þ. Briem cand. med. frá 16. ágúst 1966.
★
Helgi Ingvarsson, yfirlæknir á Vífilsstaðahæli, hefur fengið lausn
frá embætti frá 1. júlí 1966 vegna aldurs. Hann hefur verið settur til
að gegna embættinu áfram til 30. nóvember 1966.
★
Björn Önundarson hefur sagt lausu starfi sinu sem aðstoðarlæknir
borgarlæknis í Reykjavík.