Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 68
228
LÆKNABL AÐIÐ
scm engin. Á því sj'nist þó vera full þörf, t. d. i Reykjavík og ná-
grenni, þar sem mismunandi kröfur eru gerðar til matvælafram-
leiðenda á sama markaðssvæði. Rannsóknir hafa nýlega leitt í Ijós,
að neyzluvatn Reykvíkinga o. fl. rennur eftir meira eða minna
opnum sprungum í fjórum til fimm sveitarfélögum.18 Gæti meng-
un á einum stað e. t. v. spillt neyzluvatni meiri hluta landsmanna.
Sú leið, sem Islendingar hafa valið sér, að skipa fyrir um heil-
hrigðismálefni með heilbrigðissamþykktum, hefur hæði kost og
löst. Hún hefur þann kost, að hún vekur almenning til að hjigsa
um heilbrigðismál sín meir en annars, og þann, að menn geta þá
skipað þeim málefnum eftir því, sem hezt á við á hverjum stað;
en lnin hefur þann galla, að ekkert verði gert, þar sem j>ess er
mest þörf.10 Heppilegt verður að telja, að sett verði heilbrigðislög
fyrir allt landið.19
Héraðslæknar hafa sumir hverjir takmarkaða sérmenntun í
almennri heilbrigðisfræði. Verða sum mikilvæg heilsuverndar-
störf þeirra að víkja fyrir aðkallandi læknisstörfum. Þess er og
varla von, að þeir laðist til heilsuverndarstarfa, eins og aðstaða
lækna er til þeirra hluta. Héraðslæknum J>arf að fá í hendur al-
gcrt forystuhlutverk í heilsuvernd og öðrum h.eilbrigðismálum
hvers staðar. Ef þeir hafa ekki forystuna, bregðast þeir hluíverki
sínu. 20
Að sjálfsögðu má bæta aðstöðu héraðslælcna með ýmsum
liætti, úlvega ]>eim aðstoðarmenn eða ráðunauta í heilbrigðiseftir-
liti, á svipaðan hátt og gert er í Svíþjóð, og útvega þeimhjúkrunar-
konur og annað aðstoðarfólk. En til þess þarf að mennta mun
fleiri til heilsuverndarstarfa en nú er völ á. Nokkuð má gera með
námskeiðum innan lands eða með fullri þátttöku íslands í Norræna
hcilsuverndarháskólanum í Gautai>org, eins og lagt hefur verið
til. 21
Afstaða ríkisvaldsins til héraðslækna ]>arf að hreytast. Lækn-
arnir eiga að vera uml>oðsmenn ríkisvaldsins í heilbrigðismálum
Iivers staðar. Jafnframt eiga þeir að vera umboðsmenn skjólstæð-
inga sinna gagnvart ríkisvaldinu, enda eru þeim kunnugastar heil-
brigðisþarfir héraðslnia sinna.
Rrýn þörf er á, að störf allra þeirra, sem að heilbrigðismálum
vinna, verði samræmd meira en nú er og stefnan mörkuð undir
forystu landlæknis, lieilbrigðismálaráðuneytis, heilbrigðismála-
stofnunar eða annars aðila.
Meðalævilíkur nýfæddra á Islandi eru nú með þeim hæstu
í heiminum. Það þýðir samt ekki, að við séum á leiðarenda