Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 207 látizt af þeim sökum. Mæiir ekkert gegn því, enda þótt ekki hafi tekizt að sanna, að svo hafi verið. B. Eitranir af völdum triklóretýlens öruggar heimildir virðast vera fyrir þvi, að fjórir sjúklingar hafi veikzt af tríklóretýleneitrun á tímabilinu 1945—1964, svo sem áður er getið um. Þrír voru konur, en einn var karl. Niður- stöðutölur nokkurra meinefnafræðilegra ranusókna, er gerðar voru á þessum sjúklingum, svo og ýmsar aðrar upplýsingar, er að þeim lúta og máli skipta, eru sýndar í 2. töflu. Sjúkrasögur þessara sjúklinga verða enn fremur raktar í stuttu máli liér á eftir. Sj. XII. Sj. hafði unnið í mánaðartíma í fatahreinsun og að öllum líkindum komizt þar í snertingu við tríklóretýlengufur. Konan fékk hita allt að 39°, útbrot á handleggi og fótleggi. Útbrotin breiddust um allan líkamann, og kláði var mikill. Húðin flagnaði af í stórum flygs- um, og ný húð kom í staðinn. Sj. fékk engin lyf í spítalanum. Tríklór- edikssýra fannst í þvagi, en hvorki forefni né rauð blóðkorn. Sj. XIII. Sj., sem var gift kona, hafði læst sig inni í svefnherbergi sínu og gegndi engu, þegar eiginmaður hennar barði á dyr og bað hana ljúka upp. Hann braut síðan hurðina og fann þá konuna lífvana í rúmi þeirra hjóna. Tilkvaddur læknir staðfesti, að konan væri önduð. Á kodda við hliðina á henni lá glas með tríklóretýlen í. Lá hún þannig, að hún hafði hlaðið koddum kringum höfuð sér. Hún lá á grúfu, og hvíldu vitin á stórum bómullarlagða, er vættur hafði verið með tríklóretýlen. Heimilisfólk hinnar látnu staðfesti, að hún hefði nokkrum sinnum andað að sér tríklóretýlen (blettavatni), og svo virtist sem hún hefði af því nautn. Við krufningu sást mikil blóðsókn í barka og berkjum og allmikill lungnabjúgur. Að öðru leyti fannst ekkert, er skýrt gæti dauða konunnar. Sj. XIV. Sj. varð fyrir ástarsorg og ákvað að fyrirfara sér af þeim sökum. Hann drakk og tæmdi í því skyni úr tveimur flöskum, er í var tríklóretýlen. Sj. var síðan eðlilegur um stund, en hné svo skyndilega niður og virtist vera meðvitundarlaus. Við komuna í spítalann var sj. talinn meðvitundarlaus, en var þó engu að síður magaskolaður tvívegis (!!!) með koli og magnesíumoxíði. Sj. var síðan gefið anfetamín í æð í stórum skömmtum (!), en það bar ekki tilætlaðan árangur, og sj. lézt. Við krufningu sást, að nokkur bjúgur var í lungum. í berkjum fannst grængulleit leðja, er þakti slímhúðina. f ályktun réttarlæknis segir þannig orðrétt: „í lungnapípum fannst galllituð leðja, sams konar og í maga, svo að pilturinn hefur kastað upp og spýjan farið ofan í lung- un. “ — Smásjárskoðun benti til þess, að um vefjarskemmdir væri að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.