Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 72
232
LÆKNABI-AÐIÐ
Skýrsla stjórnar Læknafélags íslands,
flutt á aðalfundi að Laugum í S.-Þingeyjarsýslu 29. og 30. júlí
1966" '
Að afloknum síðasta aðalfundi tók stjórn L. í. upp nokkra ný-
breytni í starfsháttum, að því leyti að ákveðinn var fastur fundartími
og miðað við, að stjórnin kæmi að öllum jafnaði saman vikulega á skrif-
stofu félagsins. Varastjórnarmönnum var tilkynntur hinn fasti fundar-
tími og' þeir hvattir til að mæta á stjórnarfundum. Stjórnin hefur hald-
ið 42 bókaða fundi á árinu. Auk þess hefur hún haldið nokkra sameigin-
lega fundi með stjórn L. R., og loks hefur stjórnin verið kvödd íjórum
sinnum á fund heilbrigðismálaráðherra og ráðunauta hans.
Á síðastliðnu hausti innheimtust félagsgjöld af 216 félögum. En
skv. skýrslu landlæknis 1. jan. 1966 voru þá starfandi í landinu 251
læknir. Ekki er fyllilega skýrt, hvernig á þessum mismun stendur, en
það er auðvitað mjög mikilvægt, að allir starfandi læknar hér á landi
séu félagar í L. í. eða aðildarfélögum þess. Stjórnin hefur nú í undir-
búningi nákvæma spjaldskrá yfir alla félaga og mun að sjálfsögðu
vinna að því, að allir starfandi læknar hérlendis verði skrásettir fé-
lagar.
Gjaldkeri mun gera grein fyrir reikningum félagsins, en niður-
stöðutölur efnahagsreiknings í árslok 1965 voru kr. 1.480.197,09. Niður-
stöðutölur rekstrarreiknings frá 1/7—31/12 1965 voru hins vegar kr.
493.140,15. Er reikningsuppgjör hér framkvæmt í árslok í fyrsta sinn,
en á síðasta aðalfundi var sú breyting gerð á lögum félagsins, að reikn-
ingsár þess skyldi vera almanaksárið.
Undanfarið starfsár hefur verið mjög annasamt og mörg merk mál
komið til kasta stjórnarinnar. Hér á eftir verður drepið á hið helzta.
1. Afgreiðsla Eitthvert mikilvægasta málið, sem síðasti aðalfundur
mála frá síðasta vísaði til stjórnarinnar, var athugun á tryggingamál-
aðalfundi. um lækna. Reyndar var málið falið á hendur sérstakri
tryggingamálanefnd, sem kosin hafði verið árið áður
á aðalfundi á ísafirði. Hafði nefndinni verið heimilað að ráða trygg-
ingafræðing sér til aðstoðar. Páll Sigurðsson mun gefa skýrslu um
störf nefndarinnar síðar á þessum fundi. Ber brýna nauðsvn til þess,
að nú þegar verði mörkuð ákveðin stefna í þessum málum, sérstaklega
vegna hinna nýju samninga við sjúkrahúslækna. Nefnain hefur haft
til athugunar möguleika á stofnun almenns tryggingasjóðs lækna, en
auk þess hafa borizt tilboð um hóptryggingu, þar sem læknar væru
tryggðir fyrir slysum, örorku og sjúkdómsáföllum.
Á aðalfundinum var samþykkt að fela stjórn félagsins að kanna
nýjar leiðir til samninga um kjör og ráðningafyrirkomulag lækna, sem
*) Fundargerð aðalfundar L. í. verður birt í næsta hefti Lækna-
blaðsins.