Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1966, Síða 72

Læknablaðið - 01.10.1966, Síða 72
232 LÆKNABI-AÐIÐ Skýrsla stjórnar Læknafélags íslands, flutt á aðalfundi að Laugum í S.-Þingeyjarsýslu 29. og 30. júlí 1966" ' Að afloknum síðasta aðalfundi tók stjórn L. í. upp nokkra ný- breytni í starfsháttum, að því leyti að ákveðinn var fastur fundartími og miðað við, að stjórnin kæmi að öllum jafnaði saman vikulega á skrif- stofu félagsins. Varastjórnarmönnum var tilkynntur hinn fasti fundar- tími og' þeir hvattir til að mæta á stjórnarfundum. Stjórnin hefur hald- ið 42 bókaða fundi á árinu. Auk þess hefur hún haldið nokkra sameigin- lega fundi með stjórn L. R., og loks hefur stjórnin verið kvödd íjórum sinnum á fund heilbrigðismálaráðherra og ráðunauta hans. Á síðastliðnu hausti innheimtust félagsgjöld af 216 félögum. En skv. skýrslu landlæknis 1. jan. 1966 voru þá starfandi í landinu 251 læknir. Ekki er fyllilega skýrt, hvernig á þessum mismun stendur, en það er auðvitað mjög mikilvægt, að allir starfandi læknar hér á landi séu félagar í L. í. eða aðildarfélögum þess. Stjórnin hefur nú í undir- búningi nákvæma spjaldskrá yfir alla félaga og mun að sjálfsögðu vinna að því, að allir starfandi læknar hérlendis verði skrásettir fé- lagar. Gjaldkeri mun gera grein fyrir reikningum félagsins, en niður- stöðutölur efnahagsreiknings í árslok 1965 voru kr. 1.480.197,09. Niður- stöðutölur rekstrarreiknings frá 1/7—31/12 1965 voru hins vegar kr. 493.140,15. Er reikningsuppgjör hér framkvæmt í árslok í fyrsta sinn, en á síðasta aðalfundi var sú breyting gerð á lögum félagsins, að reikn- ingsár þess skyldi vera almanaksárið. Undanfarið starfsár hefur verið mjög annasamt og mörg merk mál komið til kasta stjórnarinnar. Hér á eftir verður drepið á hið helzta. 1. Afgreiðsla Eitthvert mikilvægasta málið, sem síðasti aðalfundur mála frá síðasta vísaði til stjórnarinnar, var athugun á tryggingamál- aðalfundi. um lækna. Reyndar var málið falið á hendur sérstakri tryggingamálanefnd, sem kosin hafði verið árið áður á aðalfundi á ísafirði. Hafði nefndinni verið heimilað að ráða trygg- ingafræðing sér til aðstoðar. Páll Sigurðsson mun gefa skýrslu um störf nefndarinnar síðar á þessum fundi. Ber brýna nauðsvn til þess, að nú þegar verði mörkuð ákveðin stefna í þessum málum, sérstaklega vegna hinna nýju samninga við sjúkrahúslækna. Nefnain hefur haft til athugunar möguleika á stofnun almenns tryggingasjóðs lækna, en auk þess hafa borizt tilboð um hóptryggingu, þar sem læknar væru tryggðir fyrir slysum, örorku og sjúkdómsáföllum. Á aðalfundinum var samþykkt að fela stjórn félagsins að kanna nýjar leiðir til samninga um kjör og ráðningafyrirkomulag lækna, sem *) Fundargerð aðalfundar L. í. verður birt í næsta hefti Lækna- blaðsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.