Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 40
208
LÆKNABLAÐIÐ
Table 2.
Results of biochemicál analyses and other data pertinent to four
patients poisoned with trichloroethylene.
PTS. NR. YEAR AGE (Years) SEX ROUTE ALCO- HOL BLOOD ANALYSES
Hb S. R. mm/ hr. BILIRUB mg/100 ml ICTER. INDEX
XII 1949 29 FEMALE INH(?) NO 115% 5 — —
XIII 1950 37 FEMALE INH. NO(?) NOT ADMI TTED
XIV 1951 20 MALE ING. NO — 3 — —
XV 1952 19 FEMALE ING. NO 92% 3 — 4
ræða í nýrum og lifur. Sneiðarnar voru nú teknar fram og skoðaðar á
ný. Kom þá í ljós, að svo miklar rotnunarbreytingar voru í vefjunum,
að ógerlegt var að kveða á með nokkurri vissu, hvort um skemmdir í
starfsvef væri að ræða eða ekki.
Sj. XV. Konan var vistuð í Kleppsspítala og talin geðveik á ein-
hvern veg (morbus mentalis). Hún var síðan færð í Landspítala sökum
þess, að hún hafði einni til tveimur klst. áður drukkið tvo sopa af trí-
klóretýlen (blettavatni). Henni sortnaði fyrir augum, og hún sá allt
tvöfalt. Hún hresstist fljótt, en var með nokkra kiígju fyrstu dagana.
Uppköst voru engin. Forefni og tríklóredikssýra fundust í þvagi.
C. Sala tetraklórmetans, tríklóretýlens og
tetraklóretýlens
Sala tetraklórmetans, tríklóretýlens og tetraklóretýlens í
finnn elztu apótekum í Reykjavík og í Lyfjaverzlun ríkisins á ár-
unum 1952—1964 er sýnd í 3. töflu. Tölur ])essar greina í stórum
dráttum allt selt magn þessara efna, bæði í Iieildsölu og smásölu,
í nefndum fyrirtækjum á umræddu tímabili. Þess skal sérstaklega
getið, að heildverzlunin Stefán Thorarensen h.f. er rekin í nánu
sambandi við Laugavegs Aj)ótck og heildverzlunin G. Ólafsson h.f.
er á sama hátt rekin í nánum tengslum við Ingólfs Apótek. Sala
þessara tveggja heildverzlana er því, að svo miklu leyti sem hún