Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 62
224
L Æ 1< N A B L A Ð I Ð
nieðal annars má nefna bakteríur og veirur, eiturefni, lyf, neyzlu-
vörur, áverka og geislun, oftast fleiri j)ætli en einn í senn.4
Núgildandi lög um heilbrigðisnefndir og heill)i’igðissamþykkt-
ir eru frá árinu 1940. Þau eru takmörkuð að því leyti, að í þeim
eru aðeins leiðbeiningar um, hverja efnisflokka skuli taka í heil-
brigðissamþykkt. Engin fyrirmæli er þar að finna um, hvernig
lieilbrigðissamþykkt og heilbrigðisncfnd skuli tryggja sem hezt
heilbrigði þjóðarmnar; ekki heldur þeirra, sem búa á svæðum,
þar sem heilbrigðissamþykkt er í gildi eða heilbrigðisnefnd starfar.
Um hitt eru svo skýr ákvæði, hverjir skipa skuli nefndirnar,
livernig heilbrigðissamþykktir skuli endurskoðaðar o. s. frv.
Samkvæmt lögunum skulu vera heilbrigðisnefndir í bverjum
kaupstað og kauptúni með yfir 500 íbúum. Annars staðar skal vera
heilbrigðisnefnd, ef hreppsnefnd eða ráðherra ákveður svo. Ileil-
brigðisnefndir beita sér fyrir því, að settar séu heilbrigðissam-
þykktir fyrir umdæmi þeirra og þær endurskoðaðar svo oft sem
ástæða er til.6 Á gildistíma laganna hafa verið settar heilbrigðis-
samþykktir fyrir alla kaupstaði landsins nema Neskaupstað og
Siglufjörð (þar gildir þó heilbrigðissamþykktarviðauki frá árinu
1945). Af öðrum stöðum hafa þessir fengið heilbrigðissam])ykkt
frá 1940: Garðahreppur, Selljarnarneshrep])ur, Mosfellsh.reppur,
Miðneshreppur, Laxárdalshreppui’, Flateyri, Suðureyri, Hofsós,
Eskifjörður og Hafnarhreppur í Ilornafirði. Þessi kauptún með
vfir 500 íbúa 7 hafa ekki fengið nýja heilbrigðissamþykkt á þessu
tímabili: Grindavík, Sandgerði, Njarðvíkur, Borgarnes, Hellis-
sandur, Ólafsvík, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bolungarvík,
Blönduós, Skagaströnd, Dalvík, Búðir í Fáskrúðsfirði, Selfoss og
Hveragerði. Samtals hafa 22 heilbrigðissamþykktir verið stað-
festar frá árinu 1940. A landinu eru 00 heilhrigðisnefndir3 og
ætti að mega vænta 44 nýrra heilbrigðissamþykkta innan tíðar.
33 sveitarfélög hafa nú lieilbrigðissamþykktir, sem þegar árið
1940 voru flcstar í meira og minna ósamræmi við heilbrigðislög-
gjöfina.8 16 heilbrigðissam])ykktir eru frá því fyrir 1910. 3
Lögum samkvæmt eru umdæmi heilbrigðisnefnda bundin við
eitt sveitarfélag, og skulu þau aldrei vera stærri. Umdæmin eru])ví
mörg mjög smá, og hlýtur það að valda vissum erfiðleikum í l'ram-
kvæmd ákvarðana heilbrigðisnefnda, m. a. vegna áhugaleysis,
skorts á sérþekkingu, kunningsskapar, sem og því, að heilbrigðis-
nefndir eiga ósjaldan í útistöðum við hina mestu valdamenn, sem
mikill hluti íbúanna á hverjum stað á undir högg að sækja.
Varla fcr hjá því, að það sé erfiðleikum bundið fyrir héraðs-