Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 74
234 LÆKNABLAÐIÐ Norðurlöndunum, og hafa stjórnir þeirra sent upplýsingar um ýmis fé- lags- og hagsmunamál, þegar til þeirra hefur verið leitað. Sendinefnd sú, sem áður var á minnzt, fékk mjög góðar móttökur og fyrirgreiðslu læknafélaga á þeim stöðum, sem hún sótti heim í för sinni, og kemur það reyndar greinilega fram í skýrslu nefndarinnar í Læknablaðinu. Ritari félagsins, Ásmundur Brekkan, sat fund World Medical As- sociation í London á síðastliðnu hausti sem fulltrúi L. í. Hefur hann samið um bann fund greinargerð, sem birtist í Læknablaðinu á sínum tíma. Er samtökum okkar mikill styrkur að slíkum viðskiptum við erlend læknafélög. Fyrir tilmæli World Medical Association hefur L. I. gengizt fyrir áskriftum að World Medical Journal hér á landi. Þegar hafa borizt yfir 30 áskriftir, og væri æskilegt, að fleiri gerðust áskrif- endur að þessu ódýra, en að mörgu leyti merka riti. Nokkur samskipti hafa verið milli stjórnar L. f. og heilbrigðis- málaráðuneytisins á starfsárinu. Hófust þau með því, að stjórnin gekk á fund heilbrigðismálaráðherra hinn 23. ágúst 1965 og lagði fyrir hann nokkra málaflokka, sem hugsanlegt væri, að ráðuneytið og stjórn L. í. gætu unnið að í sameiningu. Eftirfarandi „memento" var lagt fram á fundinum: „Stjórn L. í. hefur hug á því að koma á virkri samvinnu lækna- samtakanna við heilbrigðismálaráðuneytið á ssm flestum sviðum almennrar heilsugæzlu, heilbrigðismála og annarra félagslegra mál- efna. Hér á eftir verða rakin nokkur atriði, sem æskilegt væri að taka til nánari athugunar í sameiningu: 1) Gagnkvæm skipti upplýsinga og sjónarmiða í öllum þeim mál- um, er varða heilbrigðisstjórn annars vegar, en læknastétt- ina hins vegar. a) L. í. er reiðubúið að koma upp samstarfsnefnd með fulltrúum frá heilsugæzlulæknum, hjúkrunarstéttinni, héraðslæknum/praktíserandi læknum, sjúkrahúslækn- um, lögfræðingi, til þess að ræða slík mál og gera tillög- ur í þeim. b) L. í. er ljóst, að talsvert vantar á, að lög og reglugerðir, er varða heilbrigðismál og læknisþjónustu, séu þeim, er nota þurfa, aðgengileg í meðfærilegu formi. Við erum ekki á þessum vettvangi með sérstök dæmi þessa, en teljum, að hér sé mikið verk óunnið, og erum reiðu- búnir til að taka þátt í undirbúningi þess. (Til mun vera í handriti skrá um slík lög og reglugerðir; enn fremur birtist skrá um nýtt í þeim efnum í Stjórnartíðindum. en hvorugt er aðgengilegt. Æskilegt væri að fá á ýms- um sviðum lögfræðilegar athugasemdir við sum á- kvæði.) c) Skilgreining á starfssviði væntanlegs heilbrigðismála- ráðuneytis er vitanlega stjórnarvaldanna, en frá prakt- ísku sjónarmiði má t. d. benda á, að í U.S.A. heitir til- svarandi ráðuneyti Dep:t of Health, Education & Well- fare. d) Mjög þýðingarmikið mál, er í hæsta máta varðar yfir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.