Læknablaðið - 01.10.1966, Síða 74
234
LÆKNABLAÐIÐ
Norðurlöndunum, og hafa stjórnir þeirra sent upplýsingar um ýmis fé-
lags- og hagsmunamál, þegar til þeirra hefur verið leitað. Sendinefnd
sú, sem áður var á minnzt, fékk mjög góðar móttökur og fyrirgreiðslu
læknafélaga á þeim stöðum, sem hún sótti heim í för sinni, og kemur
það reyndar greinilega fram í skýrslu nefndarinnar í Læknablaðinu.
Ritari félagsins, Ásmundur Brekkan, sat fund World Medieal As-
sociation í London á síðastliðnu hausti sem fulltrúi L. í. Hefur hann
samið um þann fund greinargerð, sem birtist í Læknablaðinu á sínum
tíma. Er samtökum okkar mikill styrkur að slíkum viðskiptum við
erlend læknafélög. Fyrir tilmæli World Medical Association hefur L. f.
gengizt fyrir áskriftum að World Medical Journal hér á landi. Þegar
hafa borizt yfir 30 áskriftir, og væri æskilegt, að fleiri gerðust áskrif-
endur að þessu ódýra, en að mörgu leyti merka riti.
Nokkur samskipti hafa verið milli stjórnar L. í. og heilbrigðis-
málaráðuneytisins á starfsárinu. Hófust þau með því, að stjórnin gekk
á fund heilbrigðismálaráðherra hinn 23. ágúst 1965 og lagði fyrir hann
nokkra málaflokka, sem hugsanlegt væri, að ráðuneytið og stjórn L. í.
gætu unnið að í sameiningu.
Eftirfarandi „memento" var lagt fram á fundinum:
„Stjórn L. í. hefur hug á því að koma á virkri samvinnu lækna-
samtakanna við heilbrigðismálaráðuneytið á sem flestum sviðum
almennrar heilsugæzlu, heilbrigðismála og annarra félagslegra mál-
efna. Hér á eftir verða rakin nokkur atriði, sem æskilegt væri að
taka til nánari athugunar í sameiningu:
1) Gagnkvæm skipti upplýsinga og sjónarmiða í öllum þeim mál-
um, er varða heilbrigðisstjórn annars vegar, en læknastétt-
ina hins vegar.
a) L. í. er reiðubúið að koma upp samstarfsnefnd með
fulltrúum frá heilsugæzlulæknum, hjúkrunarstéttinni,
héraðslæknum/praktíserandi læknum, sjúkrahúslækn-
um, lögfræðingi, til þess að ræða slík mál og gera tillög-
ur í þeim.
b) L. í. er ljóst, að talsvert vantar á, að lög og reglugerðir,
er varða heilbrigðismál og læknisþjónustu, séu þeim, er
nota þurfa, aðgengileg í meðfærilegu formi. Við erum
ekki á þessum vettvangi með sérstök dæmi þessa, en
teljum, að hér sé mikið verk óunnið, og erum reiðu-
búnir til að taka þátt í undirbúningi þess. (Til mun vera
í handriti skrá um slík lög og reglugerðir; enn fremur
birtist skrá um nýtt í þeim efnum í Stjórnartíðindum,
en hvorugt er aðgengilegt. Æskilegt væri að fá á ýms-
um sviðum lögfræðilegar athugasemdir við sum á-
kvæði.)
c) Skilgreining á starfssviði væntanlegs heilbrigðismála-
ráðuneytis er vitanlega stjórnarvaldanna, en frá prakt-
ísku sjónarmiði má t. d. benda á, að í U.S.A. heitir til-
svarandi ráðuneyti Dep:t of Health, Education & Well-
fare.
d) Mjög þýðingarmikið mál, er í hæsta máta varðar yfir-
J