Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 19

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 75 Sigmundur Magnússon: ANEMIA APLASTICA í KJÖLFAR KLÓRAMFENIKÓLNOTKUNAR * Erindi flutt á fundi í L. R. haustið 1966. Á síðastliðnu vori tók ég saman öll dæmi um tilfelli á Land- spítalanum, sem skráð voru undir sjúkdómsheitunum anemia aplastica, agranulocytosis og thrombocytopenia, en thrombocyto- penia idiopathica undanskilin. Dæmin voru frá árunum 1957— 1966. Samtals voru á skrá 21 sjúklingur. Hjá 13 þeirra var vitað um undanfarandi notkun lyfja. Þetta er að vísu ekki stór hópur, en hann bendir þó eindregið til þess, að meðal okkar séu þessir fylgikvillar lyfjanotkunar, eins og meðal annarra þjóða. Tilfellin eru of fá til að reisa á tölfræðilegar niðurstöður um tíðni þessara fylgikvilla hér á landi með nokkurri vissu, enda nær athugunin ekki til alls landsins. Það var ekki heldur tilgangui minn, en ég vildi með þessu vekja lækna til umhugsunar um ýmsa alvarlega fylgikvilla lyfjanotkunar, einkum klóramfenikóls. Möi-g sýklalyf (ótalin) .................................. 1 Irgapyrin (R) 2 Irgapyrin (R), klóramfenikól ............................. 1 Irgapyrin (R), fenýlbútazón, klóramfenikól ............... 1 Veirusjúkdómur ........................................... 1 Samtals 6 I. tafla. Kyrnikornahrap. Af I. töflu sést, að fjórir af fimm þeirra, sem höfðu kyrni- kornahrap (agranulocytosis) samfara lyfjagjöf, höfðu tekið irga- pyrin. Þessir sjúklingar lifðu allir. Tveir höfðu jafnframt fengið klóramfenikól og klóramfenikól og fenýlbútazón, en gangur og mynd sjúkdómsins hjá þeim líktist miklu fremur áhrifum irga- *) Rannsóknarstofa í blóðmeinafræði, Landspítalanum, og lækna- deild Háskóla íslands.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.