Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 20

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 20
76 LÆKNABLAÐIÐ pyrins en klóramfenikóls og fenýlbútazóns. Þessi mynd kemur þó ekki í veg fyrir, að klóramfenikól sé sjúkdómsvaldur í þessum tveim tilfellum, því að klóramfenikól getur valdið neutropeni, eins og fram kemur í umræðum síðar, en það lagast fljótt, þegar hætt er við lyfið. Látnir Mörg sýklalyf ....................................... 1 Klóramfenikól, nitrofurantoin, ampicillin, tetra- cyclin, streptomycin ............................... 1 1 Klóramfenikól, indómethazine, tetracyclin, demethyl- klórtetracyclin, siogen (R) ........................ 1 1 Klóramfenikól ........................................ 4 3 Guttae oxedrini, trolnitratum NFN .................... 1 1 Málning, lökk, gúmmílím, hreinsiefni ................. 4 4 Hárlakk? ............................................. 1 1 Orsök óþekkt.......................................... 2 2 Samtals 15 13 II. tafla. Pancytopenia. I hópnum, sem flokkast undir pancytopenia, voru sex, sem fengið höfðu klóramfenikól. Fimm þeirra létust. Ekki var vitað, hvaða lyf sá hafði fengið, sem efst í II. töflu, er sagður hafa fengið fjölda sýklalyfja, en líklegt þykir, að klór- amfenikól sé meðal þeirra. Af fyrrnefndum sex sjúklingum voru fjórar konur á aldrinum 29 ára, 32 ára, 46 ára og 66 ái’a við greiningu, en aðeins ein (32ja ára) lifir. Karlarnir voru 22 ára og 61 árs og létust báðir. I þessum hópi 15 sjúklinga með pan- cytopenia hefur klóramfenikól því getað verið orsök sjúkdóms- ins í 40% tilfella og um leið dauða fimm þeirra (33%). Telja má víst, að aðeins einn þeirra átta, sem fengið höfðu lyf, hafi ekki tekið klóramfenikól. Tíðni anemia aplastica eftir klóramfenikólgjöf Það er nú almennt viðurkennt, að klóramfenikól getur valdið mergskemmdum. Engu að síður er lyfið enn mikið notað gegn ýmsum meiri eða minni háttar sýkingum, þótt jafngagnleg og hættuminni lyf kunni að vera til. Klóramfenikól kom fyrst á markaðinn árið 1948. Eins og oft áður og síðan, er ný lyf koma fram, voru miklar vonir tengdar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.