Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 23

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 23
LÆKNABL AÐIÐ 79 um lengri tíma, leiðir það óhjákvæmilega til blóðleysis. Þannig fundu Gussoff og Lee lækkun á blóðrauða, er nam meðaltali 2.7 g í 100 ml af blóði á 11.2 dögum.13 Klóramfenikól er sjaldan gef- ið lengur en svo, að lækkun blóðrauðans veldur engum óþægind- um, en í vissum sjúkdómum, svo sem hvers konar afbrigðum af anemia hemolytica, þar sem miklu máli skiptir, að mergurinn geti óhindraður bætt fyrir aukið niðui'brot á rauðum blóðkorn- um, myndi stöðnun á framleiðslu þeirra vissulega geta valdið alvarlegum afleiðingum. Skammtar þeir af klóramfenikóli, sem taldir hafa verið vald- ir að anemia aplastica, eru mjög misstórir. Á skrá eru tilfelli, þar sem heildarskammturinn var aðeins 2 g,9> 14 en yfirleitt eru skammtarnir verulega stærri. Til þess að framkalla holur í for- stig rauðra blóðkorna (vacuolization) og aðrar fyrrnefndar breyt- ingar á erythropoiesis hefur einnig þurft mismikið af lyfinu. JiJi, Gangarosa og de la Macorra sáu þessar breytingar í 80% hraustra sjálfboðaliða, ef gefið var 49—61 mg/kg á dag. Tíminn, sem þurfti til að framkalla holumyndun, var frá 14 dögum upp í 42 daga, og heildarmagnið af lyfi var frá 46 g upp í 168 g. Dag- skammtar voru því í þessari rannsókn eins og þeir, sem oft eru notaðir til lækninga. I New and Nonofficial Drugs 1964 er dag- skammtur sagður vera 50 mg/kg fyrir alla nema kornbörn, en þau skulu fá 25 mg/kg. Farmaconomia Danica 1965 mælir með sömu skömmtum fyrir fullorðna, en börn skulu ekki fá meira í allt en 100 mg/kg í 7 daga. Suhrland og Weisberger 10 og einnig Gussoff og Lee 13 töldu niðurstöður sínar sýna, að sjúklingar með langvarandi sjúkdóma, einkum lifrar- og nýrnasjúkdóma, hefðu meiri tilhneigingu til þess að fá eiturverkanir klóramfenikóls. Þetta skýrðu þeir á þann veg, að frítt klóramfenikól í blóði sé hátt; í fyrra tilfellinu vegna þess, að skemmd lifur geti ekki bundið klóramfenikól við glú- kúronsýru, en í hinu síðara vegna truflunar á útskilnaði þess um nýrun. Þeir töldu því, að mergáhrifin væru nátengd magninu af fríu klóramfenikóli. Þessi skoðun þeirra fékk síðar stuðning með rannsóknum McCurrdy’s, en hann fann, að þéttni klóramfeni- kóls í blóðvökva var meiri eftir jafnstóra skammta hjá þeim, sem fengu netfrumufækkun og holumyndun (vacuolization) í forstig blóðkorna, en hjá þeim, sem fengu ekki þessar breytingar.17 Enn fremur hélzt þéttnin hækkuð lengur hjá hinum fyrrnefndu. Nið- urstöður Saidi et al.11 voru í sömu átt, en þeir fundu holumynd- un í efythroblöstum þeirra, sem fengu 40—85 mg/kg/dag (1.5-4

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.