Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 33

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 85 Jóhann Guðmundsson: BÆKLUNARLÆKNINGAR (ORTHOPAEDI) I. Réttnefni eða rangnefni? 1 opinberum gögnum á Islandi hefur sú sérgrein læknisfræo- innar, sem einkum fæst við sjúkdóma í beinum og liðum, fengið nafnið bæklunarlækningar. I Evrópumálum nema íslenzku er þessi sérgrein nefnd einu og sama heiti, sem leitt er af grísku orðunum o r t h o s = réttur og pais, paidos = barn.2 Með enskumælandi þjóðum og á Norðurlöndum öðrum en íslandi sýnir nafnið auk þess samband- ið við skurðlækningar. Þannig heitir sérgreinin á ensku Ortho- paedic Surgery og á sænsku ortopedisk kirurgi.6 I bók sinni íslenzk læknisfræðiheiti þýðir Guðmundur Hann- esson orðið orthopaedia með réttilæknisfræði eða beina- og liða- lækning.3 Þá þýðir hann orðið bæklaður á latínu sem deformis. Hins vegar er orðið bæklunarlækningar ekki til í bók hans. Síðan sérfræðingar í greininni tóku að starfa á íslandi, hef- ur almenningur kallað þá lækna beina- og liðalækna eða einungis beinalækna. Þannig má segja, að þrjár útgáfur nafna séu á þessari sér- grein: 1) hið opinbera = bæklunarlækningar, 2) orðabókarheit- ið = réttilæknisfræði eða beina- og liðalæknisfræði, 3) orð al- mennings í daglegu tali = beinalæknisfræði. Hvert er þá réttnefni þessarar sérgreinar? Ekkert þessara nafna knýtir hana við skurðlækningar, en það hlýtur að vera rangt, þar sem sérgreinin er ein af aðalundirgreinum almennra skurðlækninga. Segja má, að hið opinbera nafn sé beinlínis vill- andi, þar sem greinin fæst ekki frekar við bæklun en t. d. sköp- unarlækningar, taugahandlækningar, barnalækningar og tauga- lækningar, svo að einhverjar séu nefndar. Meðferð ytri sem innri bæklunar heyrir ekki síður undir þessar sérgreinar í nútíma- læknisfræði. Þá tekur meðferð ytri bæklunar hin síðari ár stöðugt minm tíma og hluta orthopaedi. Þó fer þetta ef til vill eftir því, hvaða skilningur er lagður í orðið bæklun. Sé ekki annað kallað bæklun

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.