Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1969, Síða 37

Læknablaðið - 01.06.1969, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 89 fræðinnar. Þetta gildir því miður ekki um Island. Má segja, að í því efni séu allir sammála, en engum er þetta eins vel ljóst og sérfræðingum greinarinnar. Þróunin hefur ekki verið eins og í öðrum löndum í þessari sérgrein, sé borið saman við aðrar sér- greinir. Erlendis hefur sérgreinin nú á tímum venjulega á að skipa fleiri læknum og fleiri sjúkrarúmum en t. d. barnadeildir. Við læknadeild H. 1. stendur hún langt frá því jafnfætis barna- lækningum eða öðrum aukagreinum, sem kenndar eru við deild- ina. Með þessu er ekki sagt, að barnadeildir hafi ekki fulla þörf fyrir sín sjúkrarúm. Dæmið er aðeins tekið til samanburðar. Ekki er enn til sérdeild í „klassískri orthopaedi“ við kennslu- stofnun landsins. Þessu er nú svo farið, þrátt fyrir það að vei hafi verið barizt. Af þessu leiðir, að læknar landsins hafa fengið takmarkaða kennslu og æfingu í greininni, og af því leiðir síðan, að kröfur almennings hljóta að verða minni til þessarar sér greinar en flestra annarra. Hinir fáu sérfræðingar okkar, sem starfað hafa heima, hafa flestir a. m. k. verið það hlaðnir öðrum störfum, að tími hefur einungis orðið til hins allra nauðsynlegasta. Þeir eiga því enn sinn draum um, að þessi deild rísi upp. Hefur það mætt ein- hverri andstöðu að koma upp aukinni þjónustu í þessari grein, sem samsvarar öðrum greinum og þykir þar sjálfsagður hlutui ? Eða hverrar annarrar skýringar er að leita á því, að sérdeild í greininni við kennslustofnun landsins er seinast komið á fót í nýbyggingu Landspítalans? Erfiðleikar á öflun hjálpartækja fyrir sjúklinga og fámenni sérmenntaðra sjúkraþjálfara hefur áreiðanlega gert starf okk- ar fáu sérfræðinga enn erfiðara, Á mörgum sviðum er á Islandi læknisþjónusta, sem telja má til fyrirmyndar, jafnvel borið saman við mikil menningarlönd, en á þessu sviði er þjónustunni ábótavant, Þess vegna er sanngjarnt og fyrir löngu réttlætanlegt, að fjármagn og öll önnur aðstoð, sem nauðsynleg er til að geta veitt sömu þjónustu í þessari grein læknisfræðinnar, sé í réttum hlutföllum við aðrar greinir henn- ar. Hér má og benda á, að séu beinbrot taiin til hinnar klass- ísku orthopaedi, eins og nú á tímum er almennt viðurkennt, er þessi grein ein af hinum stærstu innan læknisfræðinnar. Hversu mörgum sjúkrarúmum þarf þessi sérgrein á að halda á Islandi? 1 Svíþjóð hefur próf. Erik Moberg, að tilhlutan heil- brigðisyfirvalda þar, gert tillögur á þessu sviði.6 Telur hann, að beinbrot eigi einnig að meðhöndla á þessum deildum, eins og nú
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.