Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 39

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 91 LÆKNABLAÐIÐ 55. árg. Júrn 1969 FELAGSPRENTSMIÐIAH H.F. VIÐHORF í SKATTAMÁLUM Skattamál snerta alla þegna þjóðfélagsins. Þau varða efna- hagslegt, athafnalegt og menn- ingarlegt frelsi fólksins. Skatt- ar eru eins konar mælikvarði á þjóðnýtingu (socialiseringu), þ. e. hve miklum hluta þjóðar- tekna er ráðstafað af stjórn- málamönnum og hve litlum hluta af einstaklingum. Þetta er kallað að jafna lífskjör, og veltur á miklu fyrir þjóðfélags- heildina og einstaklingana, að þessu volduga tæki, skattlagn- ingunni, sé réttilega heitt. Háir skattar lækna liafa und- anfarin ár vakið verðskuldaða athygli. Af þeim hefur sú grunnfæmislega ályktun verið dregin, að læknar séu meðal tekjuhæstu stétta þjóðfélagsins. Við slíkar ályktanir láist mönn- um að gæta þess, að tölulega hefur verið sannað, að veruleg- ur hluti þjóðartekna kemur ekld til tekjuskatts eða útsvars, enda er tilhneiging borgara til þess að draga tekjur undan skatti aldagömul og alþjóðleg. örugg nákvæmni á tíund velt- ur fyrst og fremst á því, hvað- an tekjur koma og hvernig skattaeftirlitið er. Tekjur lækna koma aðallega frá þrem aðildarhópum, þ. e. í fyrsta lagi sjúkrasamlögum, í öðru lagi sjúkrahúsum og öðr- um heilbrigðisstofnunum ríkis- og bæjarfélaga og í þriðja lagi beint frá borgurunum sjálfum (sjúklingum). Eini þáttur þessa kerfis, sem ekki er unnt að sannreyna beint tölulega, er greiðsla frá sjúklingum. Hins vegar má áætla hann með ná- kvæmni vegna þess, að greiðsl- ur frá sjúklingum eru í flest- um tilvikum hluti af heildar- greiðslu, sem öðrum þræði koma frá sjúkratryggingum. Af þessu er Ijóst, að séu upplýs- ingar um greiðslu til lækna frá opinberum aðilum nákvæmar og réttar, er hægt að reikna út tekjur hvers læknis. Heildartekjur lækna skiptast í rekstrarkostnað og laun. Það hefur lengi verið viðurkennt af læknasamtökum og sjúkrasam- lögum, að 60% afheildartekjum séu laun, en 40% rekstrarkostn- aður. Gildir þetta fyrst og fremst um heimilislækna og aðra „praktíserandi“ lækna. Á síðustu árum hefur kostn- aður þó sennilega vaxið hrað- ara en heildartekjur, þannig að hlutfall þetta hefur raskazt launahluta í óhag. Þetta staf-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.