Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 46

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 46
96 LÆKNABLAÐIÐ Frá Giktsjúkdómafélagi íslenzkra lækna Giktsjúkdómafélag íslenzkra lækna hélt aðalfund 1969 að Hótel Loftleiðum 2. apríl sl. Félagsmenn eru nú rúmlega 30. Á síðasta ári stóð félagið fyrir einum fræðslufundi (symposium) um liðagikt, þar sem sjö íslenzkir læknar fluttu stutt erindi. Auk þeirra flutti sænskur giktsjúkdómalæknir (rheumatolog), Erik Ai- lander, erindi um hóprannsókn varðandi liðagikt. Eftir leiðbeining- um hans og í samvinnu við Hjartavernd er nú þegar hafin könnun á tíðni liðagiktar á íslandi. Á aðalfundinum hélt Höskuldur Baldursson erindi um arthrosis. í stjórn félagsins eru nú: Jón Þorsteinsson formaður, Hannes Finnbogason ritari og Höskuldur Baldursson gjaldkeri. RIT SEND LÆKNABLAÐINU Eftirfarandi rit hafa borizt blaðinu: Baldur Johnsen: Food in Iceland 875—1550. Sérprentun úr Medicin historisk Árbok 1968. Stefán Guðnason: Disability in Iceland. Prentsmiðja Jóns Helga- sonar, Reykjavík, 1969. Guðmundur Bjarnason and G. Petterson: The treatment of intuss- ception: Thirty years’ experience at Gothenburg’s Children’s Hospital. J. Paediatric Surg. 3. 19, 1968. Jón Alfreðsson: Idiopatisk Trombocytopen purpura o'ch graviditet. Lákartidningen ’66: 1178—1179, 1969. Björn Guðbrandsson: Stenóza Pyloru u kojencu. Ceskoslovenska Pediatrie Praha, 23, 9, 778—78—, 1968. Blaðið sendir höfundum beztu þakkir. \

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.