Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 51

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 97 Ólaíur Ólafsson, Arinbjörn Kolbeinsson, Nikulás Sigfússon, Ottó Björnsson, Þorsteinn Þorsteinsson: URIGLOX-PRÓF Samanburður á ákvörðun sýklafjölda í þvagi með uriglox- aðferð og sýklatalnmgu með ræktun* Inngangur Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf hópskoðun karla haustið 1967, en haustið 1968 var hafin rannsókn á úrtaki kvenna (33% 16 árganga á aldrinum 33—60 ára).° Þegar áætlun var gerð um þessa hópskoðun, var talið nauðsyn- legt að kanna tíðni einkennalausra þvagfærasýkinga meðal kvenna, þar eð sá sjúkdómur er algengur og getur valdið langvinnri nýrna- bólgu og háþrýstingi. 2. 3 Með þvagfærasýkingu er átt við, að fjöldi sýkla sé > 100.000 í ml þvags.2 Árið 1967 birtist í J AMA grein um, að þrúgusvkur í þvagi geti minnkað vegna þvagfærasýkingar.8 Sumarið 1968 bárust fréttir frá Lundi, að náðst hefði góður árangur við leit að þvag- færasýkingu með aðferð, sem nefnd er uriglox-próf, en hún byggist á athugun á þrúgusykri í þvagi, eins og lýst var af Scherstén 1967.7 Einn okkar, Ólafur Ólafsson, fékk tækifæri til að kynnast þessari aðferð í Lundi, og var talið rétt að kanna, hvort hún hentaði við hóprannsóknir. Þar eð uriglox-prófið er nýjung og hefur aðeins verið athugað \ið háskólann í Lundi, þótti rétt að kanna gildi aðferðarinnar hér á landi. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að kanna gildi uriglox- prófs við leit að þvagfærasýkingu með samanburði við venjulega sýklatalningu með ræktun a. m. Kass. Aths. Þegar getið er um skakkt jákvæðan eða skakkt neikvæð- an þátttakanda, svo og næmi uriglox-prófs, er ávallt miðað við, að venjuleg sýklatalning með ræktun a.m. Kass sé „óbrigðul“. (Samkvæmt athugunum Kass2 er næmi aðferðar hans um 96%.) * Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Lágmúla 9, Reykjaví'k. For- stöðumaður Ólafur Ólafsson.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.