Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 69

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 69
LÆKNABLAÐIÐ 111 3. mynd. Aðferð Vinebergs. ar og stungið inn í hjartavöðvann, hliðargreinar þess hluta æð- arinnar eru ekki undirbundnar. Myndast frá þessum hliðargrein- um smám saman æðatengingar (anastomoses) við kransæða- kerfið (3. mynd). Nota má einnig art. intercostales, lienalis og jafnvel ígræðslu frá meginæð (aorta). Aðgerð þessi hefur rutt sér nokkuð til rúms í Ameríku og Kanada og einnig í Evrópu á síðari tímum, enda dánartala tiltölulega lág, eða 6%. Á þriðja tug þessarar aldar vissu læknar, að hjartað gat haldið áfram að starfa, þó að báðar kransæðar hefðu algjörlega lokazt. Þetta getur vitaskuld einungis átt sér stað, ef æðarnar stíflast smám saman. Sjúklingurinn lifir þetta af vegna þess, að myndazt hafa utan hjartans æðatengingar við kransæðablóð- rásina. Vitneskja þessi varð orsök þess, að farið var að gera til- raunir og síðan framkvæma „pexi-aðgerðir“. Þær eru í því fólgn- ar, að hluti af æðaríku líffæri í nágrenni hjartans er saumaður á hjartavöðvann, og smám saman myndast æðatengingar milli hlutaðeigandi líffæris og kransæðakerfisins. Fyrstur til að framkvæma slíkar aðgerðir var Englending- urinn O’Shaugnessy, og notaði hann hluta af omentum majus. Síðar hafa eftirtalin líffæri verið notuð við slíkar aðgerðir: peri- cardium; pectoralisvöðvinn vinstra megin, vinstra lunga, stilk- uð húð og þind (4. mynd). Sameiginlegt fyrir þessar aðgerðir er það, að þær eru frek-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.