Læknablaðið - 01.08.1969, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ
123
4. tafla
Hlutföll magakrabbameins og allra illkynja meina
af banameinum karla 35-64 ára.
1931-1960
Cancer ventriculi Neopl. maligna
nr. 140-205
%allra % banameina % allra
banameina annarra en B26i banameina
1. Bændur o. fl.
2. Sjómenn
3. Verkamenn
4. Iðnaðarmenn
5. „Kyrrsetumenn"
25,0 27,9 44,2
15,5 18,3 28,9
19,0 23,1 36,0
9,9 12,9 26,0
8,4 12,1 26,4
i Kölkunar- og hrörnunarsjúkdómar hjarta (nr. 420-422).
1 efstu aldursflokkunum var lítill munur á hlutfallstíðni la*abba-
meins í maga eftir starfshópum, en þar getur flokkun eftir til-
greindri atvinnu orðið mjög villandi, og að auki kemur þá til
meiri hætta á ósamræmi í ákvörðun aðalbanameins. Hins vegar
kom fram áberandi munur á aldrinum 35-64 (4. tafla). Mest
var tíðni magakrabba 1 hópi bænda, 25% allra banameina, en
minnst meðal „kyrrsetumanna“, 8,4%. Sams konar, en þó miklu
minni munur var á tíðni allar illkynja meina.
Við santanburð sem þennan er þó á það að líta, að tengsl
eru rnilli hlutfallstíðni einstakra banameinaflokka. Hundraðs-
tölur kölkunar- og hrörnunarsjúkdóma hjarta (nr. 420-422) voru
í öfugu hlutfalli við tölur magakrabba — frá 10,4 í liópi bænda
(35-64 ára) til 30,4 meðal „kyrrsetumanna“ —, og er þar vafa-
litið einnig allmikill munur á sjálfum dánartölunum.
Tíðni magakrabbameins var því einnig miðuð við öll bana-
mein að þessum hjartasjúkdómum frátöldum. Reyndist breyti-
leikinn þá að sjálfsögðu nokkru minni, en þó svo mikill, að
meira en hclmingsmunur er á hæsta og lægsta flokknum, og
röðin er óbreytt (4. tafla).
Samanburðartala sjómanna er í báðum tilfellum of lág, vegna
þess hve slysadauði var algengur meðal þeirra; sé tekið tillit
til þess, verður hún sem næst hin sama og tala verkamanna.
Hlutfallstölur annarra hanameinaflokka voru lítt breytilegar
eftir starfshópum, og þykir einsætt, að krabbamein í maga hafi